Utanríkisráðherrarnir hittast í Tyrklandi til að ræða varanlegt vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2022 06:36 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, munu funda í borginni Antalya í Tyrklandi í dag. epa Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi í dag en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segist vonast til að á fundinum verði „dyrnar opnar“ fyrir varanlegu vopnahléi. Ef marka má erlenda miðla virðast báðir aðilar hafa gefið nokku eftir í afstöðu sinni, sem hefur vakið vonir um að viðræðurnar í dag muni mögulega skila einhverjum árangri. Hingað til hafa ráðamenn í bæði Rússlandi og Úkraínu verið mjög harðorðir og einarðir í kröfum sínum. Stjórnvöld í Moskvu virtust í gær hafa ákveðið að einblína á að tryggja hlutleysi Úkraínu og stöðu Donbas-héraðanna, sem Vladimir Pútín viðurkenndi sem sjálfstæð í aðdraganda innrásarinnar. Forsetinn virðist hafa fallið frá áformum um stjórnarskipti í Kænugarði. Hugarfarsbreytingu forsetans má eflaust að einhverju leyti rekja til afdráttarlausra viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða sem eru farnar að bitna verulega á rússneska hagkerfinu og þjóðinni en einnig þeirri staðreynd að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er nú álitin þjóðhetja um allan heim og á í reglulegu sambandi við leiðtoga annarra ríkja. Selenskí hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann kunni að vera reiðubúinn til að falla frá umleitunum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og jafnvel til að komast að málamiðlun um Donbas-héruðin. Hann sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að Pútín myndi að lokum ákveða að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu og ganga til viðræðna, þar sem ekkert lát væri á harðri mótspyrnu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn segja 5 til 6 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í innrásinni. Sérfræðingar vara við að enn sé langt á milli aðilar, til að mynda sé ólíklegt að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga sem hluta af Rússlandi og viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Þá á Pútín mikið undir að koma vel út úr stríðsrekstrinum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tyrkland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ef marka má erlenda miðla virðast báðir aðilar hafa gefið nokku eftir í afstöðu sinni, sem hefur vakið vonir um að viðræðurnar í dag muni mögulega skila einhverjum árangri. Hingað til hafa ráðamenn í bæði Rússlandi og Úkraínu verið mjög harðorðir og einarðir í kröfum sínum. Stjórnvöld í Moskvu virtust í gær hafa ákveðið að einblína á að tryggja hlutleysi Úkraínu og stöðu Donbas-héraðanna, sem Vladimir Pútín viðurkenndi sem sjálfstæð í aðdraganda innrásarinnar. Forsetinn virðist hafa fallið frá áformum um stjórnarskipti í Kænugarði. Hugarfarsbreytingu forsetans má eflaust að einhverju leyti rekja til afdráttarlausra viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða sem eru farnar að bitna verulega á rússneska hagkerfinu og þjóðinni en einnig þeirri staðreynd að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er nú álitin þjóðhetja um allan heim og á í reglulegu sambandi við leiðtoga annarra ríkja. Selenskí hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann kunni að vera reiðubúinn til að falla frá umleitunum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og jafnvel til að komast að málamiðlun um Donbas-héruðin. Hann sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að Pútín myndi að lokum ákveða að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu og ganga til viðræðna, þar sem ekkert lát væri á harðri mótspyrnu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn segja 5 til 6 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í innrásinni. Sérfræðingar vara við að enn sé langt á milli aðilar, til að mynda sé ólíklegt að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga sem hluta af Rússlandi og viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Þá á Pútín mikið undir að koma vel út úr stríðsrekstrinum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tyrkland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira