„Sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 14:01 Nikita Mazepin er ekki lengur Formúlu 1 ökumaður og fyrirtæki pabba hans, Uralkali, er ekki lengur á klæðnaði eða bílum Haas-liðsins. Getty/Mark Thompson Rússneski ökuþórinn Nikita Mazepin segist fyrst hafa heyrt af því í fjölmiðlum að hann hefði verið rekinn frá bandaríska Formúlu 1-liðinu Haas á dögunum. Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar. Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar.
Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn