Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 9. mars 2022 23:00 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira