Tom Lees kom Huddersfield yfir á 13. mínútu leiksins en Sam Surridge jafnaði metin þegar tæpur hálftími var liðinni og Ryan Yates kom Forest yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Staðan 2-1 og þannig var hún er liðin gengu til búningsherbergja.
Leikmenn Huddersfield reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en allt kom fyrir ekki og Forest er komið í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta stórliði Liverpool. Leikurinn fer fram þann 19. mars næstkomandi.
The @NFFC #EmiratesFACup dream continues
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 7, 2022
They're through to the quarter-finals!#EmiratesFACup pic.twitter.com/7GjgIrx67X
Átta liða úrslit FA bikarsins
Crystal Palace – Everton
Middlesbrough – Chelsea
Southampton – Manchester City
Nottingham Forest - Liverpool
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.