Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 15:00 Brotin, sem áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin í september 2021. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur. Dómurinn féll í Landsrétti á föstudaginn, en var birtur í dag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri í september 2020. Í ákæru segir að maðurinn, sem sé á fertugsaldri, hafi á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar, þegar hann þvingaði hana ítrekað yfir daginn til samræðis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Sló hann konuna, tók hana hálstaki í tvígang og þrengdi að öndunarvegi hennar svo hún missti meðvitund, reif í hár hennar og kleip hana, auk þess sem ákærði hætti ekki þótt hún grátbæði hann um það. Árásin stóð yfir í um átta klukkutíma. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Krafðist ómerkingar Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur þar sem hann sem hann hafi áður, sem sjálfstæður lögmaður, gætt hagsmuna mannsins í umgengnismáli sem var til meðferðar fyrir um áratug. Landsréttur taldi þær aðstæður sem maðurinn reisti ómerkingarkröfuna á ekki vera þess eðlis að þær væru til þess fallnar að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómara. Því var ómerkingarkröfunni hafnað. Auk miskabóta staðfesti Landsréttur að maðurinn skyldi greiða sakarkostnað, um 3,3 milljónir króna, auk áfrýjunarkosnað málsins, um 1,9 milljónir króna. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Dómurinn féll í Landsrétti á föstudaginn, en var birtur í dag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri í september 2020. Í ákæru segir að maðurinn, sem sé á fertugsaldri, hafi á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar, þegar hann þvingaði hana ítrekað yfir daginn til samræðis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Sló hann konuna, tók hana hálstaki í tvígang og þrengdi að öndunarvegi hennar svo hún missti meðvitund, reif í hár hennar og kleip hana, auk þess sem ákærði hætti ekki þótt hún grátbæði hann um það. Árásin stóð yfir í um átta klukkutíma. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Krafðist ómerkingar Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur þar sem hann sem hann hafi áður, sem sjálfstæður lögmaður, gætt hagsmuna mannsins í umgengnismáli sem var til meðferðar fyrir um áratug. Landsréttur taldi þær aðstæður sem maðurinn reisti ómerkingarkröfuna á ekki vera þess eðlis að þær væru til þess fallnar að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómara. Því var ómerkingarkröfunni hafnað. Auk miskabóta staðfesti Landsréttur að maðurinn skyldi greiða sakarkostnað, um 3,3 milljónir króna, auk áfrýjunarkosnað málsins, um 1,9 milljónir króna.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08