Vaktin: Telja að Rússar muni brátt reyna að stöðva vopnasendingar til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. mars 2022 19:50 Úkraínskir hermenn á æfingu í janúar. Hermaðurinn fyrir miðju er með svokallaða NLAW-eldflaug sem hönnuð er til að granda skriðdrekum. AP/Pavlo Palamarchuk „Ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið þar,“ sagði Gitanas Nauseda, forseti Litháen, við utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar þeir funduðu í dag um innrás Rússa í Úkraínu. „Árás á einn er árás á alla,“ var svar Antony Blinken. Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira