Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 20:05 Bjarki Jónasson með eina af lopapeysunum, sem hann hefur prjónað. Það tekur hann um þrjá daga að prjóna svona peysu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn. Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira