Rússar loka á erlenda fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:46 Lokað hefur verið fyrir margar erlendar fréttaveitur sem flytja fréttir á rússnesku í Rússlandi. Vísir Yfirvöld í Rússlandi hafa lokað vefsíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu. Blaðamaður Financial Times segir að um sé að ræða svo gott sem alla erlenda fjölmiðla sem skrifa fréttir á rússnesku í Rússlandi. Russia's media censor says it's blocked the websites of the BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle, and Meduza for "spreading fakes about Ukraine." This is basically all the foreign-based media reporting in Russian.https://t.co/eu6TQponRE— max seddon (@maxseddon) March 4, 2022 Þegar hefur nokkrum rússneskum fjölmiðlum verið lokað frá því innrásin hófst og á undanförnum mánuðum og árum. Blaðamenn í Rússlandihafa margir hverjir yfirgefið landið nú þegar. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Frá því að lokað var fyrir BBC í Rússlandi í morgun hefur fréttastofan deilt frétt frá árinu 2019 á Twitter síðu sinni þar sem útlistað er hvernig fólk geti komist inn á síður sem hefur verið lokað fyrir í ákveðnum ríkjum. Fréttastofan minnir á að hægt sé að opna vefsíðu hennar á „huldunetinu“ svokallaða (e. dark web). BBC News is available on the dark web in Ukrainian and Russian: https://t.co/KdCPfTTO7P— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Þá hefur fréttastofan deilt hlekkjum á vefsíðu sem veitir fólki strax aðgengi að fréttasíðunni á hulduvefnum samstundis, sé þegar búið að loka fyrir aðgengi að fréttasíðunni. BBC News in Russian: https://t.co/EUXDJLsZMs— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Rússneska Dúman samþykkti þá í morgun frumvarp til laga um að hver sá sem deili „falsfréttum“ af stríðinu í Úkraínu eigi yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða árás, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértæka hernaðaraðgerð“ sé að ræða til að koma stjórnvöldum í Úkraínu, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá hafa rússneskir þingmenn gert það ólöglegt að kalla eftir því að Rússland verði beitt refsiaðgerðum. Það var gert í morgun en Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneskra yfirvalda, verður hægt að refsa fólki með sektum eða allt að þriggja ára vist í fangelsi eða vinnubúðum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Blaðamaður Financial Times segir að um sé að ræða svo gott sem alla erlenda fjölmiðla sem skrifa fréttir á rússnesku í Rússlandi. Russia's media censor says it's blocked the websites of the BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle, and Meduza for "spreading fakes about Ukraine." This is basically all the foreign-based media reporting in Russian.https://t.co/eu6TQponRE— max seddon (@maxseddon) March 4, 2022 Þegar hefur nokkrum rússneskum fjölmiðlum verið lokað frá því innrásin hófst og á undanförnum mánuðum og árum. Blaðamenn í Rússlandihafa margir hverjir yfirgefið landið nú þegar. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Frá því að lokað var fyrir BBC í Rússlandi í morgun hefur fréttastofan deilt frétt frá árinu 2019 á Twitter síðu sinni þar sem útlistað er hvernig fólk geti komist inn á síður sem hefur verið lokað fyrir í ákveðnum ríkjum. Fréttastofan minnir á að hægt sé að opna vefsíðu hennar á „huldunetinu“ svokallaða (e. dark web). BBC News is available on the dark web in Ukrainian and Russian: https://t.co/KdCPfTTO7P— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Þá hefur fréttastofan deilt hlekkjum á vefsíðu sem veitir fólki strax aðgengi að fréttasíðunni á hulduvefnum samstundis, sé þegar búið að loka fyrir aðgengi að fréttasíðunni. BBC News in Russian: https://t.co/EUXDJLsZMs— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Rússneska Dúman samþykkti þá í morgun frumvarp til laga um að hver sá sem deili „falsfréttum“ af stríðinu í Úkraínu eigi yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða árás, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértæka hernaðaraðgerð“ sé að ræða til að koma stjórnvöldum í Úkraínu, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá hafa rússneskir þingmenn gert það ólöglegt að kalla eftir því að Rússland verði beitt refsiaðgerðum. Það var gert í morgun en Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneskra yfirvalda, verður hægt að refsa fólki með sektum eða allt að þriggja ára vist í fangelsi eða vinnubúðum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49
„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01