Árborg veitir útungunarstöð íslenska landsliðsins 21 milljón í neyðarstyrk Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 11:03 Gríðarleg stemning var á Selfossi vorið 2019 þegar liðið varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Áhorfendur hafa hins vegar ekki mátt fylla höllina stóran hluta síðustu tveggja tímabila, og stórir fjáröflunarviðburðir ekki verið haldir vegna samkomutakmarkana. vísir Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með handknattleiksdeild Selfoss og veita henni styrk upp á 21 milljón króna vegna tapreksturs síðustu missera, á tímum heimsfaraldurs. Rekstur handknattleiksdeildar Selfoss, sem verið hefur hálfgerð útungunarstöð fyrir íslenska karlalandsliðið eins og sást á EM í janúar, hefur verið afar erfiður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar mikið að segja. Samkvæmt því sem fram kemur í samkomulagi félagsins við Árborg, sem bæjarráð ákvað í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, var 16 milljóna króna tap hjá deildinni árið 2021. Fyrirséð tap fyrri hluta ársins 2022 er svo 5 milljónir króna. Sveitarfélagið hefur nú ákveðið að bæta upp þetta tap með 21 milljónar króna styrk. Í staðinn fyrir styrkinn afsalar UMF Selfoss sér hins vegar eftirfarandi styrkjum til handknattleiksdeildarinnar á árunum 2023-2027: Styrk vegna starfsmanns deildarinnar sem árið 2021 var alls kr. 4.093.000 Styrk vegna reksturs mfl. handboltadeildar sem árið 2021 var kr. 1.300.000 Styrk vegna stöðu sem fyrirmyndarfélags, sem árið 2021 var kr. 500.000 Í samkomulagi Árborgar og Selfoss segir að ungmennafélagið muni fram til ársins 2027 þurfa að skila sveitarfélaginu skýrslu á sex mánaða fresti um rekstrarstöðu handknattleiksdeildarinnar. Þar segir jafnframt að allar deildir UMF Selfoss hafi veitt stjórn félagsins samþykki fyrir samkomulaginu. Deild sem á hlut í fjórðungi landsliðsins Í samkomulaginu segir að markmiðið með því sé að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem á síðustu árum hefur meðal annars skilað Íslandsmeistaratitli og fjölda atvinnu- og landsliðsmanna. „Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd,“ segir í samkomulaginu sem bæjarstjórinn Gísli H. Halldórsson og Viktor S. Pálsson, formaður UMF Selfoss, kvitta undir. Aðeins tæp þrjú ár eru síðan að karlalið Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Eftir jafntefli gegn Gróttu í gær er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimm leikmenn í 20 manna lokahópi Íslands á EM í janúar numu sín handboltafræði á Selfossi. Kvennalið Selfoss er í 2. sæti Grill 66-deildarinnar, þremur stigum á eftir FH en með þrjá leiki til góða og á því góða möguleika á að komast aftur upp í efstu deild. Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Rekstur handknattleiksdeildar Selfoss, sem verið hefur hálfgerð útungunarstöð fyrir íslenska karlalandsliðið eins og sást á EM í janúar, hefur verið afar erfiður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar mikið að segja. Samkvæmt því sem fram kemur í samkomulagi félagsins við Árborg, sem bæjarráð ákvað í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, var 16 milljóna króna tap hjá deildinni árið 2021. Fyrirséð tap fyrri hluta ársins 2022 er svo 5 milljónir króna. Sveitarfélagið hefur nú ákveðið að bæta upp þetta tap með 21 milljónar króna styrk. Í staðinn fyrir styrkinn afsalar UMF Selfoss sér hins vegar eftirfarandi styrkjum til handknattleiksdeildarinnar á árunum 2023-2027: Styrk vegna starfsmanns deildarinnar sem árið 2021 var alls kr. 4.093.000 Styrk vegna reksturs mfl. handboltadeildar sem árið 2021 var kr. 1.300.000 Styrk vegna stöðu sem fyrirmyndarfélags, sem árið 2021 var kr. 500.000 Í samkomulagi Árborgar og Selfoss segir að ungmennafélagið muni fram til ársins 2027 þurfa að skila sveitarfélaginu skýrslu á sex mánaða fresti um rekstrarstöðu handknattleiksdeildarinnar. Þar segir jafnframt að allar deildir UMF Selfoss hafi veitt stjórn félagsins samþykki fyrir samkomulaginu. Deild sem á hlut í fjórðungi landsliðsins Í samkomulaginu segir að markmiðið með því sé að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem á síðustu árum hefur meðal annars skilað Íslandsmeistaratitli og fjölda atvinnu- og landsliðsmanna. „Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd,“ segir í samkomulaginu sem bæjarstjórinn Gísli H. Halldórsson og Viktor S. Pálsson, formaður UMF Selfoss, kvitta undir. Aðeins tæp þrjú ár eru síðan að karlalið Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Eftir jafntefli gegn Gróttu í gær er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimm leikmenn í 20 manna lokahópi Íslands á EM í janúar numu sín handboltafræði á Selfossi. Kvennalið Selfoss er í 2. sæti Grill 66-deildarinnar, þremur stigum á eftir FH en með þrjá leiki til góða og á því góða möguleika á að komast aftur upp í efstu deild.
Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti