Rússar standi ekki við loforð um útgönguleiðir Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 06:29 Gennady Laguta er svæðisstjóri Kherson Facebook Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Það helsta sem er að gerast: Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas. Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín. Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd. NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu. Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram. Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina. Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til. Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Það helsta sem er að gerast: Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas. Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín. Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd. NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu. Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram. Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina. Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til. Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira