Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 30-22 | Valsmenn unnu fimmta heimasigurinn í röð Andri Már Eggertsson skrifar 3. mars 2022 22:23 Leikmenn Vals voru ánægðir með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-22. Valur byrjaði leikinn betur og gerðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Ófarir Stjörnunnar héldu áfram þar til Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé fjórum mörkum undir. Eftir leikhlé Patreks fann Stjarnan betri takt. Þegar átján mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Leó Snær Pétursson forskot Vals niður í tvö mörk. Arnór Freyr Stefánsson, markmaður Stjörnunnar, fann sig ekki í fyrri hálfleik og kom Sigurður Dan Óskarsson inn á, varði fjóra bolta og endaði með fjórtíu prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Róbert Aron gerði þrjú mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Stjarnan hótaði nokkru sinnum að jafna leikinn en gestirnir frá Garðabæ voru oft sjálfum sér verstir og fóru illa með sín tækifæri sem endaði oftar en ekki á því að snöggir Valsarar refsuðu. Valur var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-12. Líkt og í fyrri hálfleik byrjaði Valur betur og þurfti Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, aftur að grípa í græna spjaldið og taka leikhlé þar sem honum leist ekki á blikuna. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið myndi taka stigin tvö. Valur var með öll tök á leiknum í síðari hálfleik. Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk á tuttugu og fimm mínum. Hvort varnarleikur Vals hafi verið frábær eða Stjörnumenn einfaldlega ekki nægilega sterkir andlega til að hafa trú á verkefninu á ég erfitt með að dæma um. Leó Snær klikkaði á tveimur vítumVísir/Hulda Margrét Gestirnir fengu fullt af færum til að saxa á forskot Vals og setja heimamenn undir pressu en annað hvort varði Björgvin Páll Gústavsson eða boltinn tapaðist. Valur hljóp yfir andlega brotna Stjörnumenn undir lokin og gerðu fimm mörk gegn einu á lokakaflanum og endaði leikurinn 30-22. Valsmenn fögnuðu sigrinumVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valur gerði vel í að spila þétta vörn og refsa með hröðum sóknum í hvert einasta skipti sem Stjarnan klikkaði. Sjálfstraust skiptir miklu máli í íþróttum og þarna voru tvö lið að mætast í sitt hvorum takti. Valur kom inn í leikinn með aðeins eitt tap í sex leikjum á árinu 2022 en Stjarnan hafði tapað öllum fjórum leikjum sínum á árinu. Hverjir stóðu upp úr? Róbert Aron Hostert var allt í öllu í sóknarleik Vals. Róbert skoraði þrjú mörk, skapaði fullt af færum og gaf sjö stoðsendingar. Finnur Ingi Stefánsson átti góðan leik í hægra horni Vals og skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Dómarar leiksins, Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, áttu ekki bara góðan leik á flautunni heldur var fallegt að sjá þá í sitt hvorum dómarabúningnum til stuðnings Úkraínu. Ólafur Víðir var í bláuVísir/Hulda Margrét Vilhelm var í guluVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Bæði í fyrri og seinni hálfleik fékk Stjarnan fullt af tækifærum til að saxa niður forskot Vals og gera leikinn spennandi en þá klikkaði liðið alltaf, hvort sem það var lélegt skot eða tapaður bolti. Stjarnan tapaði þrettán boltum í leiknum og brenndi af tveimur vítum. Það voru aðeins fimm leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu í leiknum. Hvað gerist næst? Valur mætir FH á Ásvöllum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins næsta miðvikudag klukkan 18:00. Næsti leikur Stjörnunnar er miðvikudaginn 23. mars þar sem Stjarnan fær Gróttu í heimsókn klukkan 19:30. Snorri Steinn: Gáfum aldrei færi á okkur Snorri Steinn var kátur eftir leikVísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með átta marka sigur á Stjörnunni. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og frammistöðuna. Ég talaði um það fyrir leik að ég vildi sjá stígandi í liðinu og þessi leikur var rökrétt skref að því,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. Stjarnan skoraði aðeins 22 mörk í leiknum og var Snorri ánægður með varnarleikinn. „Mér fannst við þéttir varnarlega, Björgvin Páll varði vel í markinu en hefði getað varið meira í seinni hálfleik. Ég var ánægður með hvernig við gáfum aldrei færi á okkur heldur keyrðum á þá allan tímann.“ Snorri Steinn er ánægður með taktinn í Valsliðinu og fer brattur inn í næsta leik sem er undanúrslit í bikarnum gegn FH. Olís-deild karla Valur Stjarnan
Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-22. Valur byrjaði leikinn betur og gerðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Ófarir Stjörnunnar héldu áfram þar til Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé fjórum mörkum undir. Eftir leikhlé Patreks fann Stjarnan betri takt. Þegar átján mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Leó Snær Pétursson forskot Vals niður í tvö mörk. Arnór Freyr Stefánsson, markmaður Stjörnunnar, fann sig ekki í fyrri hálfleik og kom Sigurður Dan Óskarsson inn á, varði fjóra bolta og endaði með fjórtíu prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Róbert Aron gerði þrjú mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Stjarnan hótaði nokkru sinnum að jafna leikinn en gestirnir frá Garðabæ voru oft sjálfum sér verstir og fóru illa með sín tækifæri sem endaði oftar en ekki á því að snöggir Valsarar refsuðu. Valur var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-12. Líkt og í fyrri hálfleik byrjaði Valur betur og þurfti Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, aftur að grípa í græna spjaldið og taka leikhlé þar sem honum leist ekki á blikuna. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið myndi taka stigin tvö. Valur var með öll tök á leiknum í síðari hálfleik. Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk á tuttugu og fimm mínum. Hvort varnarleikur Vals hafi verið frábær eða Stjörnumenn einfaldlega ekki nægilega sterkir andlega til að hafa trú á verkefninu á ég erfitt með að dæma um. Leó Snær klikkaði á tveimur vítumVísir/Hulda Margrét Gestirnir fengu fullt af færum til að saxa á forskot Vals og setja heimamenn undir pressu en annað hvort varði Björgvin Páll Gústavsson eða boltinn tapaðist. Valur hljóp yfir andlega brotna Stjörnumenn undir lokin og gerðu fimm mörk gegn einu á lokakaflanum og endaði leikurinn 30-22. Valsmenn fögnuðu sigrinumVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valur gerði vel í að spila þétta vörn og refsa með hröðum sóknum í hvert einasta skipti sem Stjarnan klikkaði. Sjálfstraust skiptir miklu máli í íþróttum og þarna voru tvö lið að mætast í sitt hvorum takti. Valur kom inn í leikinn með aðeins eitt tap í sex leikjum á árinu 2022 en Stjarnan hafði tapað öllum fjórum leikjum sínum á árinu. Hverjir stóðu upp úr? Róbert Aron Hostert var allt í öllu í sóknarleik Vals. Róbert skoraði þrjú mörk, skapaði fullt af færum og gaf sjö stoðsendingar. Finnur Ingi Stefánsson átti góðan leik í hægra horni Vals og skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Dómarar leiksins, Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, áttu ekki bara góðan leik á flautunni heldur var fallegt að sjá þá í sitt hvorum dómarabúningnum til stuðnings Úkraínu. Ólafur Víðir var í bláuVísir/Hulda Margrét Vilhelm var í guluVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Bæði í fyrri og seinni hálfleik fékk Stjarnan fullt af tækifærum til að saxa niður forskot Vals og gera leikinn spennandi en þá klikkaði liðið alltaf, hvort sem það var lélegt skot eða tapaður bolti. Stjarnan tapaði þrettán boltum í leiknum og brenndi af tveimur vítum. Það voru aðeins fimm leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu í leiknum. Hvað gerist næst? Valur mætir FH á Ásvöllum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins næsta miðvikudag klukkan 18:00. Næsti leikur Stjörnunnar er miðvikudaginn 23. mars þar sem Stjarnan fær Gróttu í heimsókn klukkan 19:30. Snorri Steinn: Gáfum aldrei færi á okkur Snorri Steinn var kátur eftir leikVísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með átta marka sigur á Stjörnunni. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og frammistöðuna. Ég talaði um það fyrir leik að ég vildi sjá stígandi í liðinu og þessi leikur var rökrétt skref að því,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. Stjarnan skoraði aðeins 22 mörk í leiknum og var Snorri ánægður með varnarleikinn. „Mér fannst við þéttir varnarlega, Björgvin Páll varði vel í markinu en hefði getað varið meira í seinni hálfleik. Ég var ánægður með hvernig við gáfum aldrei færi á okkur heldur keyrðum á þá allan tímann.“ Snorri Steinn er ánægður með taktinn í Valsliðinu og fer brattur inn í næsta leik sem er undanúrslit í bikarnum gegn FH.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti