IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2022 13:05 Verslun IKEA í Novosibirsk í Rússlandi. Getty/lvinst Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira