Rússar hafa nú þegar náð Kerson á sitt vald en ef Maríupól fellur í þeirra hendur munu þeir geta tengt saman herafla sína í austur- og suðurhluta landsins.
Bardagar standa enn yfir umhverfis Kænugarð og þá hefur sést til fallhlífasveita við Svartahaf og báta sækja að hafnarborginni Odessa.
Hermálayfirvöld í Úkraínu hafa varað íbúa við því að deila upplýsingum um yfirstandandi árásir á netinu, þar sem þær gætu gagnast óvininum.