Segir það ósanngjarnt að banna rússnesku íþróttafólki að keppa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 20:46 Rússneski ökuþórinn Daniil Kvyat segir það ósanngjarnt að landar hans fái ekki að í sínum íþróttum. Rudy Carezzevoli - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Rússneski ökuþórinn Daniil Kvyat segir það ósanngjarna lausn að banna rússnesku íþróttafólki að keppa í sinni íþrótt vegna innrásar þjóðarinnar í Úkraínu. Þessi fyrrverandi Formúlu 1 ökuþór segir að íþróttir eigi að halda sig utan við pólitík og að sú aðgerð að banna rússnesku íþróttafólki að keppa í sinni íþrótt fari gegn hugmyndafræði íþróttahreyfingarinnar um samstöðu og frið. „Ég vona innilega að við finnum friðsæla lausn á ástandinu í Úkraínu og að við getum öll lifað í friði,“ sagði Kvyat. „Hverjir aðrir en við íþróttamennirnir eigum að hjálpa til við að koma fólki af mismunandi þjóðernum saman á komandi tímum?“ Alþjóðakappaksturssambandið FIA fundar í kvöld og mun þar ræða stöðu mála í Úkraínu. Sambandið mun einnig ákveða hvort að eini rússneski ökumaðurinn í Formúlu 1, Nikita Mazepin, fái að keppa fyrir Haas á komandi tímabili. Rússneska kappakstrinum sem átti að fara fram 25. september næstkomandi hefur nú þegar verið aflýst. Þá hefur Haas-liðið einnig fjarlægt merkingar frá rússneska styrktaraðilanum Uralkali, en Dmitri Mazepin, pabbi Nikita Mazepin, á hlut í fyrirtækinu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þessi fyrrverandi Formúlu 1 ökuþór segir að íþróttir eigi að halda sig utan við pólitík og að sú aðgerð að banna rússnesku íþróttafólki að keppa í sinni íþrótt fari gegn hugmyndafræði íþróttahreyfingarinnar um samstöðu og frið. „Ég vona innilega að við finnum friðsæla lausn á ástandinu í Úkraínu og að við getum öll lifað í friði,“ sagði Kvyat. „Hverjir aðrir en við íþróttamennirnir eigum að hjálpa til við að koma fólki af mismunandi þjóðernum saman á komandi tímum?“ Alþjóðakappaksturssambandið FIA fundar í kvöld og mun þar ræða stöðu mála í Úkraínu. Sambandið mun einnig ákveða hvort að eini rússneski ökumaðurinn í Formúlu 1, Nikita Mazepin, fái að keppa fyrir Haas á komandi tímabili. Rússneska kappakstrinum sem átti að fara fram 25. september næstkomandi hefur nú þegar verið aflýst. Þá hefur Haas-liðið einnig fjarlægt merkingar frá rússneska styrktaraðilanum Uralkali, en Dmitri Mazepin, pabbi Nikita Mazepin, á hlut í fyrirtækinu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira