Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2022 21:01 Sprengidagurinn er í dag og þá á maður að háma í sig saltkjöt og baunir. vísir Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. Röð myndaðist fyrir utan Múlakaffi í hádeginu í dag enda sprengidagur og fólk vitlaust í saltkjöt og baunir. Er þess virði að bíða í röð eftir matnum? „Það held ég. Óðir í saltkjöt og baunir. Ég ætla að springa,“ sögðu Björn Áki og Lambi. Hvernig smakkast? „Þetta er alveg rosalega gott,“ sagði Sæmundur. „Ég kem árlega hingað og hef gert í fimm ár,“ sagði Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir. Félagarnir voru gríðarlega ánægðir með matinn.stöð2 „Eins og hjá mömmu í gamla daga“ Besta saltkjötið í bænum? „Besta saltkjötið í bænum, klárlega,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er algjörlega ómissandi. Fastur liður og þetta er bara eins og hjá mömmu í gamla daga. Það er bara þannig,“ sagði Þór. Það eru góð meðmæli? „Geggjuð meðmæli. Jói [Jóhann í Múlakaffi] kann þetta allt,“ sagði Þór sem var boðinn í annað saltkjötsboð eftir hádegi. „Ég fer í seinni umferðina þá. Þetta er einu sinni á ári og af hverju ekki að njóta þess. Þetta er sprengidagurinn,“ sagði Þór. Já og þá á maður að springa. Yfirkokkurinn hafði varla tíma til að líta upp úr pottunum enda brjálað að gera. Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi eldaði tvo og hálft tonn af saltkjöti og segir að allur matur fari út.stöð2 Er þetta einn af stærstu dögum ársins? „Já þetta er annar af okkar stærri dögum á árinu. Svo eru það Þorláksmessan. Þetta eru okkar dagar,“ sagði Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi. Hvað ertu að verka mikið af kjöti í dag? „Tvö og hálft tonn af saltkjöti.“ Fer þetta allt ofan í maga fólks? „Já það verður lítið eftir í kvöld.“ Í dag er búið að fara í gegnum þrjá svona potta eins og sjást á myndbandinu. Það er nóg eftir. Það er áætlað að magnið sem Múlakaffi framleiðir fari í magann á fjögur þúsund Íslendingum. Algjörlega þess virði að fá bjúg eftir daginn.stöð2 Hvernig er líðanin í kvöld þegar saltið leggst í æðarnar? „Það er aðallega bjúgurinn á morgnanna sem vinnur á móti þessu, en allt annað en það er bara eintóm unun. Allt þess virði,“ sagði Ingibjörg Ásta. Sprengidagur Matur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Röð myndaðist fyrir utan Múlakaffi í hádeginu í dag enda sprengidagur og fólk vitlaust í saltkjöt og baunir. Er þess virði að bíða í röð eftir matnum? „Það held ég. Óðir í saltkjöt og baunir. Ég ætla að springa,“ sögðu Björn Áki og Lambi. Hvernig smakkast? „Þetta er alveg rosalega gott,“ sagði Sæmundur. „Ég kem árlega hingað og hef gert í fimm ár,“ sagði Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir. Félagarnir voru gríðarlega ánægðir með matinn.stöð2 „Eins og hjá mömmu í gamla daga“ Besta saltkjötið í bænum? „Besta saltkjötið í bænum, klárlega,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er algjörlega ómissandi. Fastur liður og þetta er bara eins og hjá mömmu í gamla daga. Það er bara þannig,“ sagði Þór. Það eru góð meðmæli? „Geggjuð meðmæli. Jói [Jóhann í Múlakaffi] kann þetta allt,“ sagði Þór sem var boðinn í annað saltkjötsboð eftir hádegi. „Ég fer í seinni umferðina þá. Þetta er einu sinni á ári og af hverju ekki að njóta þess. Þetta er sprengidagurinn,“ sagði Þór. Já og þá á maður að springa. Yfirkokkurinn hafði varla tíma til að líta upp úr pottunum enda brjálað að gera. Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi eldaði tvo og hálft tonn af saltkjöti og segir að allur matur fari út.stöð2 Er þetta einn af stærstu dögum ársins? „Já þetta er annar af okkar stærri dögum á árinu. Svo eru það Þorláksmessan. Þetta eru okkar dagar,“ sagði Guðjón Harðarson, yfirkokkur á Múlakaffi. Hvað ertu að verka mikið af kjöti í dag? „Tvö og hálft tonn af saltkjöti.“ Fer þetta allt ofan í maga fólks? „Já það verður lítið eftir í kvöld.“ Í dag er búið að fara í gegnum þrjá svona potta eins og sjást á myndbandinu. Það er nóg eftir. Það er áætlað að magnið sem Múlakaffi framleiðir fari í magann á fjögur þúsund Íslendingum. Algjörlega þess virði að fá bjúg eftir daginn.stöð2 Hvernig er líðanin í kvöld þegar saltið leggst í æðarnar? „Það er aðallega bjúgurinn á morgnanna sem vinnur á móti þessu, en allt annað en það er bara eintóm unun. Allt þess virði,“ sagði Ingibjörg Ásta.
Sprengidagur Matur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira