„Þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2022 14:30 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem finna má á tal.is/vigtin og í appi Bylgjunnar. Það vantaði mun meiri brodd í kosningabaráttu Sævars Péturssonar til að hann ætti möguleika gegn Vöndu Sigurgeirsdóttur í formannsslagnum hjá KSÍ, að mati strákanna í Þungavigtinni. Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. KSÍ Þungavigtin Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
KSÍ Þungavigtin Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira