Fjögurra daga stríð en átta ára stríðsástand Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 21:01 Stríðsástand hefur ríkt í Úkraínu undanfarin átta ár frá því að Rússland innlimaði Krímskaga frá Úkraínu. Getty/Marlon Correa Ágreining Rússa og Úkraínumanna má rekja allt aftur til falls Sovétríkjanna árið 1991 þegar Úkraína lýsti yfir sjálfstæði. Tíundi áratugurinn einkenndist af deilum um yfirráðasvæði milli ríkjanna. Árið 1994 skrifuðu ríkin, auk Bretlands og Bandaríkjanna, undir samkomulag um að rússneskum kjarnorkuvopnum, sem enn voru í Úkraínu, yrði skilað til Rússa og að ríkin viðurkenndu sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Árið 1997 skrifuðu Rússar og Úkraínumenn svo undir vináttusamning sem fól í sér viðurkenningu ríkjanna tveggja á yfirráðasvæðum hvers annars meðal annars. Sá samningur rann út árið 2019 en Úkraínumenn vildu ekki endurnýja hann þar sem rússneskir hermenn voru á úkraínskri grundu. Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa að magnast að nýju þegar Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Varaði við að Úkraína myndi klofna ef hún þyrfti að velja milli Rússlands og ESB Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússlands. Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hröklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Á undanförnum árum hafa Úkraínumenn fjarlægst Rússa meira og meira, lagt aukna áherslu á lýðræðið og frekar viljað samstarf við Evrópusambandið en Rússa. Þá hefur hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Úkraínu bætt gráu ofan á svart og Rússar litið á það sem útrás Atlantshafsbandalagsins til Austurs, sem Rússland telur mikla ógn við sig. Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Nú á mánudag lýsti Pútín yfir viðurkenningu á sjálfstæði úkraínsku héraðanna Luhansk og Donetsk og að friðargæsluliðar á vegum rússneska hersins yrðu sendir inn í héruðin. Á þriðjudag boðuðu fjöldi ríkja til refsiaðgerða gegn Rússum en á aðfaranótt fimmtudags hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Tíundi áratugurinn einkenndist af deilum um yfirráðasvæði milli ríkjanna. Árið 1994 skrifuðu ríkin, auk Bretlands og Bandaríkjanna, undir samkomulag um að rússneskum kjarnorkuvopnum, sem enn voru í Úkraínu, yrði skilað til Rússa og að ríkin viðurkenndu sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Árið 1997 skrifuðu Rússar og Úkraínumenn svo undir vináttusamning sem fól í sér viðurkenningu ríkjanna tveggja á yfirráðasvæðum hvers annars meðal annars. Sá samningur rann út árið 2019 en Úkraínumenn vildu ekki endurnýja hann þar sem rússneskir hermenn voru á úkraínskri grundu. Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa að magnast að nýju þegar Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Varaði við að Úkraína myndi klofna ef hún þyrfti að velja milli Rússlands og ESB Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússlands. Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hröklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Á undanförnum árum hafa Úkraínumenn fjarlægst Rússa meira og meira, lagt aukna áherslu á lýðræðið og frekar viljað samstarf við Evrópusambandið en Rússa. Þá hefur hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Úkraínu bætt gráu ofan á svart og Rússar litið á það sem útrás Atlantshafsbandalagsins til Austurs, sem Rússland telur mikla ógn við sig. Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Nú á mánudag lýsti Pútín yfir viðurkenningu á sjálfstæði úkraínsku héraðanna Luhansk og Donetsk og að friðargæsluliðar á vegum rússneska hersins yrðu sendir inn í héruðin. Á þriðjudag boðuðu fjöldi ríkja til refsiaðgerða gegn Rússum en á aðfaranótt fimmtudags hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19
Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31
Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01