Rússar og Úkraínumenn hittast til friðarviðræðna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 14:12 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hefur samþykkt friðarviðræður á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Skjáskot Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur samþykkt að senda nefnd til landamæra Hvíta-Rússlands til friðarviðræðna við rússneska sendinefnd sem kom til landsins í dag. Selenskíj greinir frá þessu á Telegram-rás sinni. Þar segir hann að hann hafi rætt við Lúkasjenka í síma og þeir ákveðið að úkraínsk sendinefnd muni hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða. Fundurinn verði á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nærri Pripyat ánni. Á kortinu hér að neðan má sjá um það bil hvar fundurinn verður. Selenskíj segir að Lúkasjenka hafi sagst ætla að tryggja að rússneskar hersveitir, herþotur, herþyrlur og flugskeytabyssur í Hvíta-Rússlandi muni vera kyrrstæðar á meðan á fundinum stendur. Embætti úkraínska forsetans segir nú á Telegram að sendinefndirnar muni hittast á ótilgreindum stað á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Nákvæm tímasetning fundarins verður ekki gefin upp. Rússland tilkynnti það í morgun að sendinefnd þess væri komin til Hvíta-Rússlands og biði þess að fulltrúar Úkraínu kæmu til fundar þeirra. Úkraínsk yfirvöld höfnuðu boðinu fyrst um sinn, þegar svo virtist sem Rússar vildu að fundurinn færi fram í Hvíta-Rússlandi, en sögðust opin fyrir fundi einhvers staðar annars staðar en í Hvíta-Rússlandi en þar hafa rússneskar hersveitir haldið til um nokkurt skeið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Selenskíj greinir frá þessu á Telegram-rás sinni. Þar segir hann að hann hafi rætt við Lúkasjenka í síma og þeir ákveðið að úkraínsk sendinefnd muni hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða. Fundurinn verði á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nærri Pripyat ánni. Á kortinu hér að neðan má sjá um það bil hvar fundurinn verður. Selenskíj segir að Lúkasjenka hafi sagst ætla að tryggja að rússneskar hersveitir, herþotur, herþyrlur og flugskeytabyssur í Hvíta-Rússlandi muni vera kyrrstæðar á meðan á fundinum stendur. Embætti úkraínska forsetans segir nú á Telegram að sendinefndirnar muni hittast á ótilgreindum stað á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Nákvæm tímasetning fundarins verður ekki gefin upp. Rússland tilkynnti það í morgun að sendinefnd þess væri komin til Hvíta-Rússlands og biði þess að fulltrúar Úkraínu kæmu til fundar þeirra. Úkraínsk yfirvöld höfnuðu boðinu fyrst um sinn, þegar svo virtist sem Rússar vildu að fundurinn færi fram í Hvíta-Rússlandi, en sögðust opin fyrir fundi einhvers staðar annars staðar en í Hvíta-Rússlandi en þar hafa rússneskar hersveitir haldið til um nokkurt skeið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16
Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00