Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 12:16 Ket hefur í þrjá daga verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi. Hún er enn ekki komin yfir í öruggt skjól. Vísir Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. Undirrituð náði sambandi við Ket Rozanovu, sem á íslenska vini, fyrst á föstudagsmorgun. Ket hafði þá verið í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því um klukkan fjögur um nóttina. Hún hafði lagt af stað frá heimaborg sinni Chernigov, sem er um 150 km norður af Kænugarði, klukkan tíu kvöldið áður. Ket er í för með kærasta sínum og þriggja ára dóttur hans en mikil óvissa er um hvort hann komist yfir höfuð yfir til Póllands. Öllum karlmönnum frá 18 til sextugs hefur verið bannað að yfirgefa landið og þeir verið kvaddir í herinn. Þá ríkir mikil óvissa hjá parinu hvort, ef hann fær ekki að fara yfir til Póllands, Ket geti tekið stúlkuna með sér þar sem hún er ekki móðir stúlkunnar. Um klukkan fimm síðdegis á föstudag svaraði Ket skilaboðum blaðamanns eftir að hafa ekki verið í sambandi síðan á hádegi. Hún hafði þá verið sofandi, í fyrsta sinn í fjörutíu klukkustundir. Þá voru þau þremenningarnir staddir um fimmtán kílómetra frá landamærum Póllands, í langri bílaröð. Yfirvöld í Póllandi telja að nú hafi rúmlega 100 þúsund Úkraínumenn komið yfir landamærin frá innrás Rússa á aðfaranótt fimmtudags. „Núna segir fólk í röðinni að við komumst ekki yfir á morgun, við þurfum að bíða í fjóra daga eftir að komast yfir,“ sagði Ket í samtali við fréttamann á föstudag. Í gær, laugardag, heyrðist ekkert frá Ket. Allan daginn virtist hún ekki í netsambandi og nú í morgun bárust fyrstu skilaboðin frá Ket í rúman sólarhring „Góðan daginn elskuleg, fyrirgefðu að ég svaraði ekki. Ég var ekki í netsambandi,“ baðamanni til mikillar gleði, enda óvissan um afkomu fólksins gríðarleg. Þessa stundina er Ket um þrjá kílómetra frá landamærum Póllands. Hún segir íbúa svæðisins hafa verið mjög hjálpsama, þeir hafi opnað heimili sín og gefi flóttafólkinu mat og vistir. „Fullt af fólki er að hjálpa okkur. Þau gefa okkur te, kaffi og einhvern mat. Þetta er mjög gott fólk,“ segir Ket. Þriggja ára gömul stjúpdóttir Ket hefur varla sleppt krossinum sem hún ber um hálsinn. Ket segir að það sé eins og hún finni á sér að þau þurfi á hjálp Guðs að halda.Ket Rozanova „Í morgun heyrði ég þrjár sprengingar. Húsnæði úkraínska hersins var sprengt. Við erum ekki örugg hér.“ Aðspurð segir hún kærasta sinn binda vonir við að komast yfir til Póllands með dóttur sína. Úkraínsk yfirvöld hafi gefið það út að ógiftir karlmenn, sem eigi börn, geti yfirgefið landið. Þau séu samt ekki viss. „Ég mun auðvitað taka hana ef það er hægt en það er óvíst, ég er ekki mamma hennar og hef engin gögn sem sýna tengsl mín við hana. Við vonum að hann geti farið yfir með dóttur sinni,“ segir Ket. „Hún heldur stöðugt utan um krossinn sem hún ber um hálsinn. Það er eins og hún skilji að við þurfum hjálp Guðs. Við erum öll svo þreytt.“ Hún bindur nú vonir um að þau komist yfir til Póllands á morgun. Fleira og fleira fólk í röðinni sé þó farið að yfirgefa bíla sína og ganga til Póllands. „Það er fljótlegra en á bíl,“ segir Ket. „Það er eins og sé heimsendir.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Undirrituð náði sambandi við Ket Rozanovu, sem á íslenska vini, fyrst á föstudagsmorgun. Ket hafði þá verið í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því um klukkan fjögur um nóttina. Hún hafði lagt af stað frá heimaborg sinni Chernigov, sem er um 150 km norður af Kænugarði, klukkan tíu kvöldið áður. Ket er í för með kærasta sínum og þriggja ára dóttur hans en mikil óvissa er um hvort hann komist yfir höfuð yfir til Póllands. Öllum karlmönnum frá 18 til sextugs hefur verið bannað að yfirgefa landið og þeir verið kvaddir í herinn. Þá ríkir mikil óvissa hjá parinu hvort, ef hann fær ekki að fara yfir til Póllands, Ket geti tekið stúlkuna með sér þar sem hún er ekki móðir stúlkunnar. Um klukkan fimm síðdegis á föstudag svaraði Ket skilaboðum blaðamanns eftir að hafa ekki verið í sambandi síðan á hádegi. Hún hafði þá verið sofandi, í fyrsta sinn í fjörutíu klukkustundir. Þá voru þau þremenningarnir staddir um fimmtán kílómetra frá landamærum Póllands, í langri bílaröð. Yfirvöld í Póllandi telja að nú hafi rúmlega 100 þúsund Úkraínumenn komið yfir landamærin frá innrás Rússa á aðfaranótt fimmtudags. „Núna segir fólk í röðinni að við komumst ekki yfir á morgun, við þurfum að bíða í fjóra daga eftir að komast yfir,“ sagði Ket í samtali við fréttamann á föstudag. Í gær, laugardag, heyrðist ekkert frá Ket. Allan daginn virtist hún ekki í netsambandi og nú í morgun bárust fyrstu skilaboðin frá Ket í rúman sólarhring „Góðan daginn elskuleg, fyrirgefðu að ég svaraði ekki. Ég var ekki í netsambandi,“ baðamanni til mikillar gleði, enda óvissan um afkomu fólksins gríðarleg. Þessa stundina er Ket um þrjá kílómetra frá landamærum Póllands. Hún segir íbúa svæðisins hafa verið mjög hjálpsama, þeir hafi opnað heimili sín og gefi flóttafólkinu mat og vistir. „Fullt af fólki er að hjálpa okkur. Þau gefa okkur te, kaffi og einhvern mat. Þetta er mjög gott fólk,“ segir Ket. Þriggja ára gömul stjúpdóttir Ket hefur varla sleppt krossinum sem hún ber um hálsinn. Ket segir að það sé eins og hún finni á sér að þau þurfi á hjálp Guðs að halda.Ket Rozanova „Í morgun heyrði ég þrjár sprengingar. Húsnæði úkraínska hersins var sprengt. Við erum ekki örugg hér.“ Aðspurð segir hún kærasta sinn binda vonir við að komast yfir til Póllands með dóttur sína. Úkraínsk yfirvöld hafi gefið það út að ógiftir karlmenn, sem eigi börn, geti yfirgefið landið. Þau séu samt ekki viss. „Ég mun auðvitað taka hana ef það er hægt en það er óvíst, ég er ekki mamma hennar og hef engin gögn sem sýna tengsl mín við hana. Við vonum að hann geti farið yfir með dóttur sinni,“ segir Ket. „Hún heldur stöðugt utan um krossinn sem hún ber um hálsinn. Það er eins og hún skilji að við þurfum hjálp Guðs. Við erum öll svo þreytt.“ Hún bindur nú vonir um að þau komist yfir til Póllands á morgun. Fleira og fleira fólk í röðinni sé þó farið að yfirgefa bíla sína og ganga til Póllands. „Það er fljótlegra en á bíl,“ segir Ket. „Það er eins og sé heimsendir.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19
Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. 27. febrúar 2022 07:31
Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01