Úkraínuvaktin: Úkraínuforseti ræðir við leiðtoga vesturlanda og ýjar að ESB-aðild Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2022 07:31 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. Stefanie Loos-Pool/Getty Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira