Dómurinn yfir Þormóði staðfestur fyrir hnefahöggið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 15:54 Þormóður Árni Jónsson var fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. GETTY/LARS BARON Landsréttur hefur staðfest þrjátíu daga fangelsisdóm yfir Þormóði Árna Jónssyni, þreföldum Ólympíufara og fánabera Íslands á leikunum í Ríó 2016, fyrir líkamsárás. Þormóður var sakfelldur fyrir að slá dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem hafði vísað honum út af barnum. Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Landsréttur féllst ekki á að háttsemi hans hefði réttlæst af neyðarvörn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn hefði atlaga hans verið hættuleg þar sem hún hefði beinst að höfði dyravarðarins. Þá væri ekki unnt að líta svo á að líkamsárásin hefði verið unnin í áflogum eða átökum, sem hefði heimilað refsilækkun eða að fella refsingu niður. Enn fremur var vísað til þess að óútskýrðar tafir hefðu orðið á meðferð málsins hjá lögreglu sem Þormóði yrði ekki kennt um. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar. Dómsmál Júdó Næturlíf Tengdar fréttir Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15 Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Landsréttur féllst ekki á að háttsemi hans hefði réttlæst af neyðarvörn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn hefði atlaga hans verið hættuleg þar sem hún hefði beinst að höfði dyravarðarins. Þá væri ekki unnt að líta svo á að líkamsárásin hefði verið unnin í áflogum eða átökum, sem hefði heimilað refsilækkun eða að fella refsingu niður. Enn fremur var vísað til þess að óútskýrðar tafir hefðu orðið á meðferð málsins hjá lögreglu sem Þormóði yrði ekki kennt um. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Júdó Næturlíf Tengdar fréttir Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15 Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15
Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01