„Held að við höfum verið mjög pirrandi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 23:12 Tryggvi Snær Hlinason fagnar sigrinum með áhorfendum sem sýndu honum mikla ást í kvöld. VÍSIR/Bára Dröfn „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum