„Held að við höfum verið mjög pirrandi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 23:12 Tryggvi Snær Hlinason fagnar sigrinum með áhorfendum sem sýndu honum mikla ást í kvöld. VÍSIR/Bára Dröfn „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira