Fótbolti

Sverrir Ingi og félagar áfram eftir vítaspyrnukeppni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gleði í Þessalóníku í kvöld.
Gleði í Þessalóníku í kvöld. vísir/getty

Það var leikið til þrautar í Þessalóníku í kvöld þar sem Íslendingaliðin PAOK og Midtjylland áttust við í Sambandsdeild Evrópu.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK og sveitungi hans úr Kópavogi, Elías Rafn Ólafsson, lék allan leikinn í marki Midtjylland.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-1, PAOK í vil og því þurfti að framlengja þar sem Midtjylland vann fyrri leik liðanna í Danmörku 1-0.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Þar nýttu heimamenn allar spyrnurnar sínar en þýski miðjumaðurinn Max Meyer náði ekki að skora úr sinni spyrnu fyrir Midtjylland og því er PAOK komið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×