Tryggvi Snær: Þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 10:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar hér góðum úrslitum hjá íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Með honum er Pavel Ermolinskij sem er kominn aftur inn í landsliðið. Vísir/Bára Dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið leikur sinn fyrsta landsleik á árinu 2022. Tryggvi Snær Hlinason og félagar gætu þar stigið stórt skref í átt að því að komast upp úr sínum riðli í undankeppni HM. Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira