Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. febrúar 2022 06:23 Úkraínskir hermenn á ferðinni í dag. AP/Vadim Ghirda Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira