Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 07:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var auðvitað svekkt með tapið í lokaleiknum en ánægð með mótið í heild sinni. Vísir/Hulda Margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. „Það er gaman að keppa á móti svona góðu liði en leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er margt sem við getum lært frá þessum leik. Við getum séð hvað við getum bætt. Þetta kom kannski ekki á óvart en skemmtileg upplifun,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á blaðamannafundi eftir leikinn. Karólína Lea var spurð út í það hvort þær bandarísku hefðu verið sterkari en hún bjóst við. „Þær eru vissulega með fínt lið en ég held að við hefðum líka geta gert færri mistök og haldið boltanum betur. Ég reyni bara að hugsa um okkar leik en þær voru bata fína,“ sagði Karólína Lea. „Auðvitað er maður ánægður þegar maður fær að byrja alla leiki. Maður getur aldrei verið ósáttur með að fá traust frá þjálfaranum. Ég er alla vega mjög þakklát fyrir traustið í þessu móti,“ sagði Karólína. „Ég er að þroskast mikið sem leikmaður núna er að fá að vinna með það að spila tíuna í blandi við að spila áttuna. Ég held að ég þurfi að einbeita mér að því að bæta mig í því að vera þessi skapandi leikmaður. Það er gott að fá mínútur,“ sagði Karólína. Er þetta stóra tap eitthvað að fara að sitja í stelpunum eftir gott gengi þar á undan. „Auðvitað hatar maður að tapa og mér finnst það ekki skemmtilegt. Þetta er bara æfingarmót og við notum þetta mót bara til að æfa liðið og spila okkur saman. Nota þetta fyrir EM og undankeppni HM. Þetta er vara búið á morgun,“ sagði Karólína. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt mót og líka skemmtilegt að koma svona í aðra menningu. Gott líka að hafa þennan tímamismun því það tekur mann aðeins frá raunveruleikanum. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og vonandi höldum við áfram að gera þetta á hverju ári,“ sagði Karólína. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
„Það er gaman að keppa á móti svona góðu liði en leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er margt sem við getum lært frá þessum leik. Við getum séð hvað við getum bætt. Þetta kom kannski ekki á óvart en skemmtileg upplifun,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á blaðamannafundi eftir leikinn. Karólína Lea var spurð út í það hvort þær bandarísku hefðu verið sterkari en hún bjóst við. „Þær eru vissulega með fínt lið en ég held að við hefðum líka geta gert færri mistök og haldið boltanum betur. Ég reyni bara að hugsa um okkar leik en þær voru bata fína,“ sagði Karólína Lea. „Auðvitað er maður ánægður þegar maður fær að byrja alla leiki. Maður getur aldrei verið ósáttur með að fá traust frá þjálfaranum. Ég er alla vega mjög þakklát fyrir traustið í þessu móti,“ sagði Karólína. „Ég er að þroskast mikið sem leikmaður núna er að fá að vinna með það að spila tíuna í blandi við að spila áttuna. Ég held að ég þurfi að einbeita mér að því að bæta mig í því að vera þessi skapandi leikmaður. Það er gott að fá mínútur,“ sagði Karólína. Er þetta stóra tap eitthvað að fara að sitja í stelpunum eftir gott gengi þar á undan. „Auðvitað hatar maður að tapa og mér finnst það ekki skemmtilegt. Þetta er bara æfingarmót og við notum þetta mót bara til að æfa liðið og spila okkur saman. Nota þetta fyrir EM og undankeppni HM. Þetta er vara búið á morgun,“ sagði Karólína. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt mót og líka skemmtilegt að koma svona í aðra menningu. Gott líka að hafa þennan tímamismun því það tekur mann aðeins frá raunveruleikanum. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og vonandi höldum við áfram að gera þetta á hverju ári,“ sagði Karólína.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20