Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:38 Sandra Sigurðardóttir svekkir sig í leiknum í nótt á meðan þær bandarísku fagna marki. AP/Jeffrey McWhorter Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. „Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
„Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20