Fjölskyldur landsins í „hlekkjum afborgana“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 14:30 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga verði krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Sameyki Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að það sé meðvituð ákvörðun stjórnvalda að stýra ekki húsnæðismarkaðnum og láta frumskógarlögmálið ráða för. Eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga er krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Liður í slíkri stefnu er hugmyndin um að lífeyrissjóðirnir ráðist í byggingaframkvæmdir með það fyrir augum að leigja út. Þórarinn ræddi við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu og þróun húsnæðismála leiðir í ljós að hlutfall leigjanda á Íslandi er 17% sem þykir nokkuð lágt hlutfall, einkum í samanburði við meðaltal leigjenda í Evrópusambandsríkjum sem er 30%. Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull kallaði eftir aðkomu lífeyrissjóðanna í pistli sem hann skrifaði í Stundina. Í staðinn fyrir að vera hluti af vandanum - með því að lána til húsnæðiskaupa og ýta undir hækkun íbúðaverðs, gætu þeir ráðist í byggingarframkvæmdir til útleigu. Þórarinn Eyfjörð formaður stéttarfélagsins Sameykis tekur undir með Jökli. Húsnæðiskerfið mannanna verk „Húsnæðiskerfið er bara mannanna verk og það er hægt að byggja ramma utan um kerfið sem er mannúðlegt, hjálpar fjölskyldum landsins og hjálpar þar af leiðandi hjálpar samfélaginu öllu til að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þegar þú setur fjölskyldur landsins í spennitreyju og hlekki afborgana af lánum sem fólk ræður ekki við þá hefur það áhrif og afleiðingar á allt fjölskyldulífið og þá erum við að skila bæði börnunum okkar, vinnuaflinu og allri okkar tilveru til framtíðar í einhvers konar hlekkjum og það er ómöguleg stefna.“ Líkir leigumarkaðnum við þrælahald Þórarinn kallar ástandið eins og það er í dag „afborganavíti“. Stjórnvöld og allir sem eiga í hlut verði að finna lausnir. Liður í því er að gera leigumarkaðinn aðlaðandi fyrir lífeyrissjóðina. „Þeir geta komið inn á markaðinn til að byggja upp og síðan myndum við koma rekstrarfyrirkomulaginu í tryggan, öruggan rekstur því lífeyrissjóðirnir geta gert hóflega ávöxtunarkröfu, það er að segja ekki þetta markaðsálag og ekki þessa brjálæðislegu gróðahyggju heldur bara sem stabíla ávöxtunarleið til lengri tíma þar sem lífeyrissjóðirnir geta verið öruggir með ávöxtunina sína og leigjendur geta verið öruggir með sitt húsnæði, sitt leiguverð og þróun á leiguverði. Þannig geta þeir komist út úr þessu frumskógarlögmáli og þessu í rauninni þrælahaldi á fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum og ráða ekkert við leiguverðið,“ sagði Þórarinn. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur greint frá því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði en tilfinnanlegur skortur er á íbúðum og húsnæðisverð fer ört hækkandi. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga er krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Liður í slíkri stefnu er hugmyndin um að lífeyrissjóðirnir ráðist í byggingaframkvæmdir með það fyrir augum að leigja út. Þórarinn ræddi við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu og þróun húsnæðismála leiðir í ljós að hlutfall leigjanda á Íslandi er 17% sem þykir nokkuð lágt hlutfall, einkum í samanburði við meðaltal leigjenda í Evrópusambandsríkjum sem er 30%. Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull kallaði eftir aðkomu lífeyrissjóðanna í pistli sem hann skrifaði í Stundina. Í staðinn fyrir að vera hluti af vandanum - með því að lána til húsnæðiskaupa og ýta undir hækkun íbúðaverðs, gætu þeir ráðist í byggingarframkvæmdir til útleigu. Þórarinn Eyfjörð formaður stéttarfélagsins Sameykis tekur undir með Jökli. Húsnæðiskerfið mannanna verk „Húsnæðiskerfið er bara mannanna verk og það er hægt að byggja ramma utan um kerfið sem er mannúðlegt, hjálpar fjölskyldum landsins og hjálpar þar af leiðandi hjálpar samfélaginu öllu til að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þegar þú setur fjölskyldur landsins í spennitreyju og hlekki afborgana af lánum sem fólk ræður ekki við þá hefur það áhrif og afleiðingar á allt fjölskyldulífið og þá erum við að skila bæði börnunum okkar, vinnuaflinu og allri okkar tilveru til framtíðar í einhvers konar hlekkjum og það er ómöguleg stefna.“ Líkir leigumarkaðnum við þrælahald Þórarinn kallar ástandið eins og það er í dag „afborganavíti“. Stjórnvöld og allir sem eiga í hlut verði að finna lausnir. Liður í því er að gera leigumarkaðinn aðlaðandi fyrir lífeyrissjóðina. „Þeir geta komið inn á markaðinn til að byggja upp og síðan myndum við koma rekstrarfyrirkomulaginu í tryggan, öruggan rekstur því lífeyrissjóðirnir geta gert hóflega ávöxtunarkröfu, það er að segja ekki þetta markaðsálag og ekki þessa brjálæðislegu gróðahyggju heldur bara sem stabíla ávöxtunarleið til lengri tíma þar sem lífeyrissjóðirnir geta verið öruggir með ávöxtunina sína og leigjendur geta verið öruggir með sitt húsnæði, sitt leiguverð og þróun á leiguverði. Þannig geta þeir komist út úr þessu frumskógarlögmáli og þessu í rauninni þrælahaldi á fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum og ráða ekkert við leiguverðið,“ sagði Þórarinn. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur greint frá því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði en tilfinnanlegur skortur er á íbúðum og húsnæðisverð fer ört hækkandi.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07