Haukur Helgi: Við erum með hörkulið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 11:00 Haukur Helgi Pálsson er kominn af stað á ný og verður með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. Stöð2 Sport Haukur Helgi Pálsson leikur vonandi sinn fyrsta landsleik í 1099 daga þegar Ísland spilar við Ítali á Ásvöllum. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira