Í umfjöllun á ferðavef CNN er fjallað um böðin og hönnun þeirra. Þar segir meðal annars að þau séu keimlík öðrum jarðböðum sem ferðamenn á Íslandi eigi að venjast, en að útsýnið og umhverfið setji þau hins vegar í sérflokk.
Búist er við að böðin opni í apríl en hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um þau frá því síðasta haust.
CNN ræddi við hjónin Sigríði Maríu Hammer og Finn Aðalbjörnsson sem standa að Skógarböðunum. Meðal annars er haft eftir þeim að þau hafi viljað bjóða ferðamönnum norður í landi upp á meira til að skoða í nágrenni Akureyrar, og gefa þeim þannig ástæðu til að staldra lengur við en ella.