Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2022 22:23 Tveir viðmælendur Vísis áætla að allt að 800 manns séu nú strand í Bláa lóninu. Aðsend Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira