Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar að mati leiðtoga stærstu ríkja. Við fáum Val Gunnarsson sagnfræðing í sett til okkar í kvöld til að fara yfir stöðuna.
Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska.
Við kíkjum þá á nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli við Akureyri sem var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni.
Þá ræddum við við fólk sem hefur ákveðið að eignast aldrei börn. Fólkið telur konur verða fyrir meira aðkasti en karlar þegar kemur að barnleysi. Maður sem ákvað að fara í ófrjósemisaðgerð segir að heilbrigðiskerfið reyni að stýra fólki frá því að fara í aðgerðina.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.