Þá fjöllum við um stöðuna á landamærum Úkraínu og Rússlands en leiðtogar aðskilnaðarsinna í tveimur héruðum Úkraínu hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu. Bandaríkin óttast innrás Rússa á næstu dögum.
Við fjöllum einnig um þrennar sameiningarkosningar, en í dag verður kosið um sameiningu í sex sveitarfélögum, og þá tökum við púlsinn á einum skipuleggjenda mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum sem fara fram í Reykjavík og á Akureyri í dag.
Þá eru það blómabændur, sem vinna baki brotnu nær allan sólarhringinn við undirbúning fyrir konudaginn á morgun, og við heyrum ítarlega samantekt af Covid-skandal í Madríd.
Uppfært klukkan 12:25:
Rangt var farið með hlutfall starfsmanna Landspítala sem eru í einangrun í hádegisfréttum. Fréttayfirlitið hefur verið uppfært í samræmi við það.