Segja ásakanir fyrrverandi stjórnarmanns tilhæfulausar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:57 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Vilhelm Öryrkjabandalag Íslands segir að fyrrum stjórnarmaður í Hússjóði Öryrkjabandalagsins hafi farið fram með innistæðulausar ásakanir en umræddur stjórnarmaður hefur sakað stjórn ÖBÍ og formann bandalagsins um bolabrögð. Stjórnarmaðurinn segir alvarlegt spillingarmál hafi komið upp en sjóðurinn hefur stefnt ÖBÍ fyrir dómi vegna málsins. Öryrkjabandalag Íslands segir að fyrrum stjórnarmaður í Brynju - Hússjóði Öryrkjabandalagsins hafi farið fram með innistæðulausar ásakanir en umræddur stjórnarmaður hefur sakað stjórn ÖBÍ og formann bandalagsins um bolabrögð. „Öryrkjabandalag Íslands harmar að fyrrum stjórnarmaður í Brynju- hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafi ákveðið að fara fram með rakalausar og algerlega innistæðulausar ásakanir um sjóðinn og stjórn hans, sem og nafngreinda einstaklinga í stjórn ÖBÍ,“ segir í tilkynningu bandalagsins sem send var á fjölmiðla í dag. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Garðar Sverrisson, sem hefur setið í stjórn Hússjóðs Öryrkjabandalagsins um nokkurt skeið, hafi skrifað bréf til aðildarfélaga ÖBÍ um að upp hafi komið „alvarlegt spillingarmál.“ Að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins var Garðari tilkynnt af formanni ÖBÍ, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, að honum og tveimur öðrum stjórnarmönnum yrði skipt út fyrir nýja. ÖBÍ hefur verið stefnt fyrir dómi vegna málsins, af umboðslausri stjórn Hússjóðsins, þar sem krafist er að afturköllun umboðs þeirra þriggja verði ógilt. Þá er skorað á bandalagið að kjósa með lögmætum hætti í stjórnina að nýju. Greint var því á vef ÖBÍ fyrr í mánuðinum að stjórnarformaður sjóðsins skyldi víkja. Stjórnin í dag óumdeild Í yfirlýsingu um málið í dag segir að það hafi verið einróma ákvörðun stjórnar ÖBÍ að víkja Garðari úr stjórn Brynju þar sem hann hafði „hafði brotið gróflega gegn skyldum sínum og brugðist trausti ÖBÍ,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Stjórn Brynju- hússjóðs Öryrkjabandalagsins er í dag skipuð mjög hæfu fólki og er óumdeild. Rekstur sjóðsins er traustur og í góðum höndum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Bandalagið greindi frá því í tilkynningu fyrr í mánuðinum að fyrrverandi stjórnarformaður Brynju hafi verið látinn víkja þar sem hann virti að vettugi ákvarðanir bandalagsins um skipun nýrra stjórnarmanna. Þá hafði runnið út umboð tveggja aðalmanna og eins varamanns um áramótin. „Fráfarandi stjórnarformaður Brynju – hússjóðs ÖBÍ, hvers umboð var ekki runnið út, neitaði að una einróma kjöri nýrra stjórnarmeðlima og kom þannig í veg fyrir að stjórnin gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ segir í tilkynningu á vef bandalagsins frá 3. febrúar. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands segir að fyrrum stjórnarmaður í Brynju - Hússjóði Öryrkjabandalagsins hafi farið fram með innistæðulausar ásakanir en umræddur stjórnarmaður hefur sakað stjórn ÖBÍ og formann bandalagsins um bolabrögð. „Öryrkjabandalag Íslands harmar að fyrrum stjórnarmaður í Brynju- hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafi ákveðið að fara fram með rakalausar og algerlega innistæðulausar ásakanir um sjóðinn og stjórn hans, sem og nafngreinda einstaklinga í stjórn ÖBÍ,“ segir í tilkynningu bandalagsins sem send var á fjölmiðla í dag. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Garðar Sverrisson, sem hefur setið í stjórn Hússjóðs Öryrkjabandalagsins um nokkurt skeið, hafi skrifað bréf til aðildarfélaga ÖBÍ um að upp hafi komið „alvarlegt spillingarmál.“ Að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins var Garðari tilkynnt af formanni ÖBÍ, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, að honum og tveimur öðrum stjórnarmönnum yrði skipt út fyrir nýja. ÖBÍ hefur verið stefnt fyrir dómi vegna málsins, af umboðslausri stjórn Hússjóðsins, þar sem krafist er að afturköllun umboðs þeirra þriggja verði ógilt. Þá er skorað á bandalagið að kjósa með lögmætum hætti í stjórnina að nýju. Greint var því á vef ÖBÍ fyrr í mánuðinum að stjórnarformaður sjóðsins skyldi víkja. Stjórnin í dag óumdeild Í yfirlýsingu um málið í dag segir að það hafi verið einróma ákvörðun stjórnar ÖBÍ að víkja Garðari úr stjórn Brynju þar sem hann hafði „hafði brotið gróflega gegn skyldum sínum og brugðist trausti ÖBÍ,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Stjórn Brynju- hússjóðs Öryrkjabandalagsins er í dag skipuð mjög hæfu fólki og er óumdeild. Rekstur sjóðsins er traustur og í góðum höndum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Bandalagið greindi frá því í tilkynningu fyrr í mánuðinum að fyrrverandi stjórnarformaður Brynju hafi verið látinn víkja þar sem hann virti að vettugi ákvarðanir bandalagsins um skipun nýrra stjórnarmanna. Þá hafði runnið út umboð tveggja aðalmanna og eins varamanns um áramótin. „Fráfarandi stjórnarformaður Brynju – hússjóðs ÖBÍ, hvers umboð var ekki runnið út, neitaði að una einróma kjöri nýrra stjórnarmeðlima og kom þannig í veg fyrir að stjórnin gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ segir í tilkynningu á vef bandalagsins frá 3. febrúar.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira