„Geggjað gaman að spila svona leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:31 Glódís Perla Viggósdóttir vel á verði í leiknum við Nýja-Sjáland sem tókst varla að skapa sér færi í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum hæstánægð eftir 1-0 sigur Íslands gegn Nýja-Sjálandi í Bandaríkjunum í nótt, í fyrsta leik fótboltalandsliðsins á SheBelieves Cup. „Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
„Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira