Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 17:30 Heiðar Örn Sigurfinnsson er nýr fréttastjóri RÚV. RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember. Fimm karlmenn sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS voru umsækjendur. Matthías Már Magnússon var ráðinn í starf dagskrárstjóra Rásar 2. Störfin voru auglýst um miðjan janúar og annaðist Hagvangur ráðningarferlið sem var vandað og ítarlegt, að því er segir í tilkynningu. Heiðar Örn og Matthías Már hafa báðir starfað hjá Ríkisútvarpinu í vel á annan áratug. Baldvin Þór Bergsson var dagskrárstjóri Rásar 2 en hann var ráðinn ritstjóri nýs Kastljóss í desember. Auk Matthíasar Más sóttu fimm til viðbótar um starfið. Þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Varafréttastjóri frá 2017 Heiðar Örn Sigurfinnsson lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2003 og MA-námi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi 2004. Hann var ráðinn fréttamaður á fréttastofu RÚV árið 2005 og var þingfréttaritari 2007-2009. Á árunum 2009 til 2018 var hann vakstjóri á fréttastofunni með daglega stjórnun á fréttavakt, ritstjórn og skipulagning fréttavinnslu. Þá var hann um sex ára skeið kosningaritstjóri fréttastofu og fór með skipulag, umsjón og ábyrgð á kosningaumfjöllun RÚV í aðdraganda kosninga. Heiðar Örn hefur frá árinu 2013 lesið fréttir í sjónvarpi. Hann varð varafréttastjóri árið 2017. Í því starfi er meðal annars fólgin ritstjórn og mótun fréttaáherslna fyrir alla miðla í samstarfi við vaktstjóra fréttastofunnar auk daglegs reksturs og mönnunar fréttastofu, áætlanagerð og stefnumótun. Í tilkynningunni segir að hlutverk fréttastjóra verði að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Leitað hafi verið að stjórnanda með yfirgripsmikla þekkingu af blaða- og fréttamennsku, góða samskipta- og samstarfsfærni og hæfni til að leiða árangursríka teymisvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Heiðar Örn uppfyllir afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Matthías Már Magnússon starfaði áður hjá X-inu 977.Aðsend Á Rás 2 frá 2008 Matthías Már Magnússon lauk framhaldsnámi í framleiðslu útvarpsefnis frá Bournemouth University í Bretlandi árið 2007 og leggur nú stund á MLM-nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann hóf að vinna við dagskrárgerð og dagskrárstjórnun í útvarpi 2002 á XFM og síðar X-inu 977 hjá 365. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2 frá 2008, þar á meðal í Popplandi. Frá 2015 hefur Matthías Már verið tónlistarstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2. Í því starfi hefur hann annast ýmislegt sem snýr að rekstri Rásar 2, svo sem skipulagningu dagskrár, þjálfun dagskrárgerðarfólks og erlend og innlend samskipti. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Í tilkynningu RÚV segir að hlutverk dagskrárstjóra Rásar 2 sé að leiða Rás 2 og bera ábyrgð á ritstjórn og dagskrárgerð rásarinnar. Leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á dagskrárgerð og góða samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Matthías Már uppfylli afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fimm karlmenn sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS voru umsækjendur. Matthías Már Magnússon var ráðinn í starf dagskrárstjóra Rásar 2. Störfin voru auglýst um miðjan janúar og annaðist Hagvangur ráðningarferlið sem var vandað og ítarlegt, að því er segir í tilkynningu. Heiðar Örn og Matthías Már hafa báðir starfað hjá Ríkisútvarpinu í vel á annan áratug. Baldvin Þór Bergsson var dagskrárstjóri Rásar 2 en hann var ráðinn ritstjóri nýs Kastljóss í desember. Auk Matthíasar Más sóttu fimm til viðbótar um starfið. Þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Varafréttastjóri frá 2017 Heiðar Örn Sigurfinnsson lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2003 og MA-námi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi 2004. Hann var ráðinn fréttamaður á fréttastofu RÚV árið 2005 og var þingfréttaritari 2007-2009. Á árunum 2009 til 2018 var hann vakstjóri á fréttastofunni með daglega stjórnun á fréttavakt, ritstjórn og skipulagning fréttavinnslu. Þá var hann um sex ára skeið kosningaritstjóri fréttastofu og fór með skipulag, umsjón og ábyrgð á kosningaumfjöllun RÚV í aðdraganda kosninga. Heiðar Örn hefur frá árinu 2013 lesið fréttir í sjónvarpi. Hann varð varafréttastjóri árið 2017. Í því starfi er meðal annars fólgin ritstjórn og mótun fréttaáherslna fyrir alla miðla í samstarfi við vaktstjóra fréttastofunnar auk daglegs reksturs og mönnunar fréttastofu, áætlanagerð og stefnumótun. Í tilkynningunni segir að hlutverk fréttastjóra verði að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Leitað hafi verið að stjórnanda með yfirgripsmikla þekkingu af blaða- og fréttamennsku, góða samskipta- og samstarfsfærni og hæfni til að leiða árangursríka teymisvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Heiðar Örn uppfyllir afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Matthías Már Magnússon starfaði áður hjá X-inu 977.Aðsend Á Rás 2 frá 2008 Matthías Már Magnússon lauk framhaldsnámi í framleiðslu útvarpsefnis frá Bournemouth University í Bretlandi árið 2007 og leggur nú stund á MLM-nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann hóf að vinna við dagskrárgerð og dagskrárstjórnun í útvarpi 2002 á XFM og síðar X-inu 977 hjá 365. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2 frá 2008, þar á meðal í Popplandi. Frá 2015 hefur Matthías Már verið tónlistarstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2. Í því starfi hefur hann annast ýmislegt sem snýr að rekstri Rásar 2, svo sem skipulagningu dagskrár, þjálfun dagskrárgerðarfólks og erlend og innlend samskipti. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Í tilkynningu RÚV segir að hlutverk dagskrárstjóra Rásar 2 sé að leiða Rás 2 og bera ábyrgð á ritstjórn og dagskrárgerð rásarinnar. Leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á dagskrárgerð og góða samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Matthías Már uppfylli afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent