Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2022 08:56 Rannsóknir þykja gefa til kynna að bólusetningar verndi ekki bara gegn alvarlegum veikindum heldur einnig gegn langvinnum veikindum. epa/Jose Mendez Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. Á þetta bæði við um þá sem voru bólusettir áður en þeir greindust með Covid-19 og þá sem voru bólusettir eftir að þeir höfðu fengið sjúkdóminn og langvinna fylgifiska hans. Niðurstöðurnar eru byggðar á fimmtán rannsóknum þar sem ofangreint var skoðað. Samkvæmt tveimur rannsóknum reyndust þeir sem höfðu verið fullbólusettir vera minna líklegir en óbólusettir til að þjást af fjölda langvarand einkennum; til að mynda þreytu, höfuðverkjum, máttleysi í hand- og fótleggjum, vöðvaverkjum, svima, andþyngslum og breyttu lyktarskyni. Þá voru einnig vísbendingar um að þeir sem höfðu fengið Covid-19 þegar þeir voru óbólusettir og verið með einkenni til lengri tíma, fundu fyrir vægari eða færri einkennum eftir að þeir voru svo bólusettir. Þess ber þó að geta að hjá sumum versnuðu einkennin við bólusetningu. Sérfræðingar segja mögulegt að bóluefnin aðstoði líkamann við að losa sig við leifar af kórónuveirunni en annar möguleiki er að bólusetningin komi jafnvægi á ónæmisviðbrögð líkamans hjá þeim sem sýna einkenni vegna ofsvörunar ónæmiskerfisins. Þetta samspil bóluefnisins og ónæmiskerfisins kann einnig að vera orsök þess að einkenni sumra versna. Stephen Powis, yfirlæknir NHS á Englandi, fagnar niðurstöðunum og segir þær þarfa áminningu um mikilvægi bólusetninga nú þegar fleiri en 10 þúsund manns séu inniliggjandi vegna Covid á Bretlandseyjum. Guardian greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Á þetta bæði við um þá sem voru bólusettir áður en þeir greindust með Covid-19 og þá sem voru bólusettir eftir að þeir höfðu fengið sjúkdóminn og langvinna fylgifiska hans. Niðurstöðurnar eru byggðar á fimmtán rannsóknum þar sem ofangreint var skoðað. Samkvæmt tveimur rannsóknum reyndust þeir sem höfðu verið fullbólusettir vera minna líklegir en óbólusettir til að þjást af fjölda langvarand einkennum; til að mynda þreytu, höfuðverkjum, máttleysi í hand- og fótleggjum, vöðvaverkjum, svima, andþyngslum og breyttu lyktarskyni. Þá voru einnig vísbendingar um að þeir sem höfðu fengið Covid-19 þegar þeir voru óbólusettir og verið með einkenni til lengri tíma, fundu fyrir vægari eða færri einkennum eftir að þeir voru svo bólusettir. Þess ber þó að geta að hjá sumum versnuðu einkennin við bólusetningu. Sérfræðingar segja mögulegt að bóluefnin aðstoði líkamann við að losa sig við leifar af kórónuveirunni en annar möguleiki er að bólusetningin komi jafnvægi á ónæmisviðbrögð líkamans hjá þeim sem sýna einkenni vegna ofsvörunar ónæmiskerfisins. Þetta samspil bóluefnisins og ónæmiskerfisins kann einnig að vera orsök þess að einkenni sumra versna. Stephen Powis, yfirlæknir NHS á Englandi, fagnar niðurstöðunum og segir þær þarfa áminningu um mikilvægi bólusetninga nú þegar fleiri en 10 þúsund manns séu inniliggjandi vegna Covid á Bretlandseyjum. Guardian greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira