Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2022 16:39 Það má með sanni segja að Hreinn Heiðar Jóhannsson hafi verið réttur maður á réttum stað. Vísir Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. Það var á öðrum tímanum í dag sem boð bárust viðbragðsaðilum. Slysið varð rétt við Hakið, þjónustumiðstöðin á Þingvöllum, en nokkuð var um ferðamenn á svæðinu jafnvel þótt Mosfellsheiðin hefði verið lokuð þangað til upp úr klukkan eitt. „Ég var að moka planið hjá Hakinu. Svo kemur bara einhver kona hlaupandi að mér og gargar að það hafi orðið eitthvað slys,“ segir Hreinn Heiðar í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa áttað sig fyrst á því hvað hefði gerst en um leið og hann sá vettvanginn þekkti hann sprunguna. Rætt var við Hrein Heiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má viðtalið í fullri lengd neðst í fréttinni. Festi sig í gröfuna og lét sig síga niður „Ég náði í gröfuna, setti festur í hana og lét mig síga niður,“ segir Hreinn Hreiðar eins og ekkert sé eðlilegra. Ekki ónýtt að hafa vanan björgunarsveitarmann á svæðinu en Hreinn Hreiðar hefur verið virkur í starfi björgunarsveita frá því á unglingsaldri. Sjálfur var hann með keðju og félagi hans með spotta. Þeir hafi tengt allt saman til að geta græjað sig. Hreinn hafði reynt að ná sambandi við strákinn en ekki náð sambandi við hann. Þegar hann var búinn að láta sig síga um hálfa leið niður heyrðist í þeim litla. „Hann var bara hræddur greyið,“ segir Hreinn sem kom sér fyrir hjá þeim unga. „Hann var svo skelkaður. Þegar ég hafði róað hann þá gat ég skoðað hvort hann væri slasaður.“ Útsýnispallurinn við Hakið. Hreinn Heiðar telur líklegt að sá litli hafi ætlað að hlaupa út á útsýnispallinn til móður sinnar þegar hann féll ofan í sprunguna.Vísir/Vilhelm Beið með stráknum eftir frekari aðstoð Þrátt fyrir að sprungan væri líklega sjö til átta metra djúp virtist strákurinn hafa sloppið vel. Munaði þar miklu að hann hafði lent á nokkrum mjúkum snjóstöllum á leiðinni. Hreinn segist hafa metið stöðuna þannig að halda kyrru fyrir með strákunum á meðan slökkvilið og björgunaraðilar kæmu á svæðið. Þá var lína látin síga niður og drengurinn kominn aftur í faðm fjölskyldunnar. Um var að ræða fjögurra manna fjölskyldu frá Norðurlöndunum að sögn Hreins. Þegar Vísir náði tali af Hreini um fjögurleytið var hann kominn aftur í vinnuna, byrjaður að moka og átti von á því að vera áfram á svæðinu fram eftir degi. „Það er bara að fylla gröfuna af olíu og halda áfram,“ segir Hreinn en dregur svo aðeins úr. Ekki sé um hefðbundinn dag að ræða, og þó. Það kemur nefnilega upp úr krafsinu að Hreinn er meðlimur í björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni, sem sinnti verkefni í fyrrinótt þar sem konu var bjargað þar sem hún hafði villst af leið á Lyngdalsheiði um miðja nótt. „Ég var reyndar fyrstur á vettvang þar líka,“ segir Hreinn Hreiðar sem var á leiðinni í vinnuna á sjötta tímanum þann morgunin. Þar var á ferðinni námshópur úr Háskóla Íslands sem var í för með kennara í þeim tilgangi að gista í snjóhúsi. Konunni varð svo kalt um nóttina að hún ætlaði að hörfa í bíl sinn í um kílómetra fjarlægð en villtist af leið. „Já, það er búið að vera nóg að gera,“ viðurkennir Hreinn Heiðar að lokum. Horfa má á viðtalið við Hrein Heiðar í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bjargaði strák úr sprungu í dag og konu í blindbyl í gær Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Þingvellir Tengdar fréttir Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. 15. febrúar 2022 13:58 Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. 14. febrúar 2022 12:47 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Það var á öðrum tímanum í dag sem boð bárust viðbragðsaðilum. Slysið varð rétt við Hakið, þjónustumiðstöðin á Þingvöllum, en nokkuð var um ferðamenn á svæðinu jafnvel þótt Mosfellsheiðin hefði verið lokuð þangað til upp úr klukkan eitt. „Ég var að moka planið hjá Hakinu. Svo kemur bara einhver kona hlaupandi að mér og gargar að það hafi orðið eitthvað slys,“ segir Hreinn Heiðar í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa áttað sig fyrst á því hvað hefði gerst en um leið og hann sá vettvanginn þekkti hann sprunguna. Rætt var við Hrein Heiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má viðtalið í fullri lengd neðst í fréttinni. Festi sig í gröfuna og lét sig síga niður „Ég náði í gröfuna, setti festur í hana og lét mig síga niður,“ segir Hreinn Hreiðar eins og ekkert sé eðlilegra. Ekki ónýtt að hafa vanan björgunarsveitarmann á svæðinu en Hreinn Hreiðar hefur verið virkur í starfi björgunarsveita frá því á unglingsaldri. Sjálfur var hann með keðju og félagi hans með spotta. Þeir hafi tengt allt saman til að geta græjað sig. Hreinn hafði reynt að ná sambandi við strákinn en ekki náð sambandi við hann. Þegar hann var búinn að láta sig síga um hálfa leið niður heyrðist í þeim litla. „Hann var bara hræddur greyið,“ segir Hreinn sem kom sér fyrir hjá þeim unga. „Hann var svo skelkaður. Þegar ég hafði róað hann þá gat ég skoðað hvort hann væri slasaður.“ Útsýnispallurinn við Hakið. Hreinn Heiðar telur líklegt að sá litli hafi ætlað að hlaupa út á útsýnispallinn til móður sinnar þegar hann féll ofan í sprunguna.Vísir/Vilhelm Beið með stráknum eftir frekari aðstoð Þrátt fyrir að sprungan væri líklega sjö til átta metra djúp virtist strákurinn hafa sloppið vel. Munaði þar miklu að hann hafði lent á nokkrum mjúkum snjóstöllum á leiðinni. Hreinn segist hafa metið stöðuna þannig að halda kyrru fyrir með strákunum á meðan slökkvilið og björgunaraðilar kæmu á svæðið. Þá var lína látin síga niður og drengurinn kominn aftur í faðm fjölskyldunnar. Um var að ræða fjögurra manna fjölskyldu frá Norðurlöndunum að sögn Hreins. Þegar Vísir náði tali af Hreini um fjögurleytið var hann kominn aftur í vinnuna, byrjaður að moka og átti von á því að vera áfram á svæðinu fram eftir degi. „Það er bara að fylla gröfuna af olíu og halda áfram,“ segir Hreinn en dregur svo aðeins úr. Ekki sé um hefðbundinn dag að ræða, og þó. Það kemur nefnilega upp úr krafsinu að Hreinn er meðlimur í björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni, sem sinnti verkefni í fyrrinótt þar sem konu var bjargað þar sem hún hafði villst af leið á Lyngdalsheiði um miðja nótt. „Ég var reyndar fyrstur á vettvang þar líka,“ segir Hreinn Hreiðar sem var á leiðinni í vinnuna á sjötta tímanum þann morgunin. Þar var á ferðinni námshópur úr Háskóla Íslands sem var í för með kennara í þeim tilgangi að gista í snjóhúsi. Konunni varð svo kalt um nóttina að hún ætlaði að hörfa í bíl sinn í um kílómetra fjarlægð en villtist af leið. „Já, það er búið að vera nóg að gera,“ viðurkennir Hreinn Heiðar að lokum. Horfa má á viðtalið við Hrein Heiðar í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bjargaði strák úr sprungu í dag og konu í blindbyl í gær Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Þingvellir Tengdar fréttir Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. 15. febrúar 2022 13:58 Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. 14. febrúar 2022 12:47 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. 15. febrúar 2022 13:58
Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. 14. febrúar 2022 12:47
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent