Tengdasonur Akureyrar villtist og missti af ÓL-gulli Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 08:01 Jarl Magnus Riiber og Sunna Margrét Tryggvadóttir eiga dótturina Ronju. Riiber þykir bestur í heimi í tvíkeppni en gerðist sekur um slæm mistök í Peking, nýlosnaður úr einangrun. @riiberjarl/Getty Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar langt var komið í tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær, og missti þar með af ólympíugulli. Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira