Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2022 10:28 Ásgeir Jónsson hefur nú sent frá sér greinargerð um ásakanir Bergsveins Birgissonar en þar segir meðal annars að með ásökununum hafi hann verið dreginn inn í opinberan farsa, framganga Bergsveins gegn sér hafi verið ósæmileg og óboðleg. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum. Greinargerð hans er í fjórtán liðum en Ásgeiri telst svo til að ritgerð Bergsveins, sem birtist á Vísi í desember og hefur vakið mikla athygli en þar vill Bergsveinn meina að Ásgeir hafi gert sér mat úr kenningum sem finna má bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif Eyjunnar hans Ingólfs sem fjallar um landnám Íslands, innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur Ásgeiri um hugmyndastuld. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg,“ segir Ásgeir meðal annars í greinargerðinni. Ljóst má vera að hann hefur haft mikinn ama af málinu öllu sem hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda einsdæmi að seðlabankastjóri sé sakaður um ritstuld af virtum fræðimanni sem Bergsveinn telst vera. „Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu,“ segir Ásgeir. Bergsveinn kærði Ásgeir til siðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins. Í gær spurðist svo að siðanefndin hafi öll sagt af sér eftir að hún lenti í ágreiningi við Jón Atla Benediktsson rektor sem telur siðanefndina ekki hafa neina lögsögu í málinu. Meðlimir siðanefndarinnar, sem eru Skúli Skúlason, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir, töldu hins vegar að hún gæti fjallað um málið á þeim forsendum að Ásgeir sé í virku ráðningarsambandi við skólann; langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“ Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Greinargerð hans er í fjórtán liðum en Ásgeiri telst svo til að ritgerð Bergsveins, sem birtist á Vísi í desember og hefur vakið mikla athygli en þar vill Bergsveinn meina að Ásgeir hafi gert sér mat úr kenningum sem finna má bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif Eyjunnar hans Ingólfs sem fjallar um landnám Íslands, innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur Ásgeiri um hugmyndastuld. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg,“ segir Ásgeir meðal annars í greinargerðinni. Ljóst má vera að hann hefur haft mikinn ama af málinu öllu sem hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda einsdæmi að seðlabankastjóri sé sakaður um ritstuld af virtum fræðimanni sem Bergsveinn telst vera. „Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu,“ segir Ásgeir. Bergsveinn kærði Ásgeir til siðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins. Í gær spurðist svo að siðanefndin hafi öll sagt af sér eftir að hún lenti í ágreiningi við Jón Atla Benediktsson rektor sem telur siðanefndina ekki hafa neina lögsögu í málinu. Meðlimir siðanefndarinnar, sem eru Skúli Skúlason, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir, töldu hins vegar að hún gæti fjallað um málið á þeim forsendum að Ásgeir sé í virku ráðningarsambandi við skólann; langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“
Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43