Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Íslenskur karlmaður skaut á fólk með vélbyssu í miðbænum í nótt. Um er að ræða aðra skotárásina í Reykjavík í vikunni. Við ræðum við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu og sjónarvott að árásinni í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Afbrotafræðingur segir óhugnanlegt að sjá hversu mikil harka er að færast í undirheimana og skoða þurfi þessa þróun. Á innan við ári hafa þrjár skotárásir verið framdar á Íslandi og einn látist vegna skotsárs. 

Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu í gær vegna stöðunnar í Úkraínu. Biðlað er til fólks að yfirgefa landið.  

Við kíkjum einnig á Hvolsvöll þar sem eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×