Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2022 14:24 Kittý Arnars Árnadóttir og afrakstur dagsins. Samsett Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. Þegar Vísir náði aftur af henni tali á öðrum tímanum í dag var fjölskyldan önnum kafin við að grafa sér leið að húsinu. „Við erum að moka okkur inn núna. Það var aflétt upp úr klukkan tíu í morgun og þetta gengur bara ágætlega. Við erum enn að en þetta var líka orðið svolítið hart út af frostinu svo það er aðeins erfiðara að moka,“ segir Kittý. Varla séð annað eins „Þetta er með stærsta vetrarríki sem ég hef séð hingað til á þessum tíu árum sem ég er búin að búa hérna. Þetta er rosalega mikill snjór ef ég á að segja eins og er.“ Þá vill Kittý hrósa því góða fólki sem hefur verið önnum kafin við að moka um allan bæ ásamt björgunarsveitarfólki og fulltrúum Rauða krossins. Snjórinn umlykur húsið.Aðsend Rýma þurfti átta íbúðarhús á rýmingarreit fjögur í Patreksfirði í gærmorgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. Fimm manna fjölskyldan dvaldi í íbúð á öruggari stað í bænum á meðan rýmingin var í gildi. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa.Ragnar Visage Kittý sagði í samtali við fréttastofu í gær að samfélagið á Patreksfirði væri hálflamað í vetrarríkinu. Kolófært væri í öllum bænum og björgunarsveitin sæi um að flytja starfsmenn og börn heim úr grunnskóla og leikskóla. Í gær ríkti mikil óvíssa um það hvenær fjölskyldan fengi að snúa aftur heim. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ sagði Kittý Arnars í gær. Hún bætti við að það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið. Kittý segir að núna séu öll ökutæki og lausar hendur notaðar til að ryðja bæinn. Hún á von á því að lífið þar verði fljótlega komið í samt horf.
Þegar Vísir náði aftur af henni tali á öðrum tímanum í dag var fjölskyldan önnum kafin við að grafa sér leið að húsinu. „Við erum að moka okkur inn núna. Það var aflétt upp úr klukkan tíu í morgun og þetta gengur bara ágætlega. Við erum enn að en þetta var líka orðið svolítið hart út af frostinu svo það er aðeins erfiðara að moka,“ segir Kittý. Varla séð annað eins „Þetta er með stærsta vetrarríki sem ég hef séð hingað til á þessum tíu árum sem ég er búin að búa hérna. Þetta er rosalega mikill snjór ef ég á að segja eins og er.“ Þá vill Kittý hrósa því góða fólki sem hefur verið önnum kafin við að moka um allan bæ ásamt björgunarsveitarfólki og fulltrúum Rauða krossins. Snjórinn umlykur húsið.Aðsend Rýma þurfti átta íbúðarhús á rýmingarreit fjögur í Patreksfirði í gærmorgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. Fimm manna fjölskyldan dvaldi í íbúð á öruggari stað í bænum á meðan rýmingin var í gildi. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa.Ragnar Visage Kittý sagði í samtali við fréttastofu í gær að samfélagið á Patreksfirði væri hálflamað í vetrarríkinu. Kolófært væri í öllum bænum og björgunarsveitin sæi um að flytja starfsmenn og börn heim úr grunnskóla og leikskóla. Í gær ríkti mikil óvíssa um það hvenær fjölskyldan fengi að snúa aftur heim. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ sagði Kittý Arnars í gær. Hún bætti við að það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið. Kittý segir að núna séu öll ökutæki og lausar hendur notaðar til að ryðja bæinn. Hún á von á því að lífið þar verði fljótlega komið í samt horf.
Almannavarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9. febrúar 2022 10:10 Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. 8. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9. febrúar 2022 10:10
Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. 8. febrúar 2022 19:10