Samningurinn er til þriggja ára og tekur gildi á næsta tímabili. Barcelona mun því spila með auglýsingu frá Spotify framan á treyju sinni. Þá auglýsir Spotify einnig á æfingafatnaði Börsunga.
Samkvæmt katalónska útvarpinu RAC1 hefur Spotify einnig keypt nafnaréttinn á heimavelli Barcelona, Nývangi. Hann gæti því fengið nafnið Spotify Nou Camp.
Milljónirnar frá Spotify koma Barcelona vel enda er félagið í miklum fjárhagsvandræðum og skuldum hlaðið.
Ekki er langt síðan Daniel Ek, eigandi Spotify, reyndi að kaupa Arsenal af Stan Kroenke. Tilboði hans upp á 1,8 milljarð punda var hins vegar hafnað.