Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni Steinar Fjeldsted skrifar 7. febrúar 2022 16:01 Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur. Þættirnir fanga stemninguna fullkomlega en tónlistin spilar þar feyki stórt hlutverk. Margar gleymdar perlur fá að hljóma í eyrum landsmanna en í síðasta þætti mátti heyra lagið Töfrar með hljómsveitinni Silfurtónum. Silfurtónar var virkilega skemmtileg sveit með húmorinn í lagi en það var tónlistarmaðurinn og leikarinn Magnús Jónsson sem leiddi sveitina. Magnús Jónsson þakkar fyrir sig á Facebook síðu sinni og segir: „Takk Verbúð og Vesturport fyrir að gera einhverja skemmtilegustu og ferskustu seríu Íslandssögunnar og gefa okkur gamlingjunum í Silfurtónum séns að fá að taka þátt í þessu fallega ævintýri. Ykkar er sóminn, okkar er lotningin.” Þættirnir eru stútfullir af frábærri tónlist, sannkölluðum Íslenskum perlum. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á playlista með allri tónlistinni úr Verbúðinni. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið
Þættirnir fanga stemninguna fullkomlega en tónlistin spilar þar feyki stórt hlutverk. Margar gleymdar perlur fá að hljóma í eyrum landsmanna en í síðasta þætti mátti heyra lagið Töfrar með hljómsveitinni Silfurtónum. Silfurtónar var virkilega skemmtileg sveit með húmorinn í lagi en það var tónlistarmaðurinn og leikarinn Magnús Jónsson sem leiddi sveitina. Magnús Jónsson þakkar fyrir sig á Facebook síðu sinni og segir: „Takk Verbúð og Vesturport fyrir að gera einhverja skemmtilegustu og ferskustu seríu Íslandssögunnar og gefa okkur gamlingjunum í Silfurtónum séns að fá að taka þátt í þessu fallega ævintýri. Ykkar er sóminn, okkar er lotningin.” Þættirnir eru stútfullir af frábærri tónlist, sannkölluðum Íslenskum perlum. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á playlista með allri tónlistinni úr Verbúðinni. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning