Rúmlega sjötíu þættir af hlaðvarpi Joe Rogan fjarlægðir af Spotify Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 07:31 Joe Rogan stýrir einum vinsælasta hlaðvarpsþætti heims. Getty Um sjötíu hlaðvarpsþættir Joe Rogan hafa verið fjarlægðir af Spotify. Bandarískir fjölmiðlar segja að Rogan hafi sjálfur valið að fjarlægja þættina. Forstjóri Spotify, Daniel Ek, segir í skilaboðum til starfsmanna að í umræddum þáttum hafi Rogan látið særandi orð falla sem endurspegli ekki gildi félagsins. Frá þessu segir í grein Verge, en meðal þátta sem hafa verið fjarlægðir eru þættir þar sem Amy Schumer, Marc Maron og Bill Burr eru gestir Rogans. Fyrr í vikunni var þrýst á Spotify að fjarlægja hlaðvarpið í heild sinni. Sú ákvörðun að fjarlægja þættina kemur í kjölfar þess að Rogan baðst afsökunar á að hafa ítrekað sagt „n-orðið“ í þáttum sínum. Söngkonan India Arie birti á dögunum myndband þar sem búið var að klippa saman um tuttugu skipti þar sem Rogan segir orðið í þætti sínum. „Ég veit að fyrir flestar manneskjur er ekki til það samhengi þar sem hvítur maður má segja orðið, og sérstaklega ekki á opinberum vettvangi í hlaðvarpi, og er alveg sammála því,“ sagði Rogan í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) Rogan sagðist ekki hafa notað orðið í mörg ár. Ennfremur sagði hann að í myndbandinu, sem India Arie deildi, sé ekkert samhengi. Í sumum tilvikum hafi hann verið að ræða það að aðrir hafi sagt orðið, eins og grínistarnir Redd Foxx og Richard Pryor, sem báðir voru svartir. Mikið hefur gustað um Rogan og Spotify síðustu vukurnar þar sem tónlistarmenn á borð við Neil Young, Joni Mitchell og Nils Lofgren hafa öll látið fjarlægja tónlist sína af Spotify þar sem þau vilja meina að Rogan, sem er á samningi hjá Spotify, sé að dreifa samsæriskenningum og röngum upplýsingum um Covid-19. Hlaðvarp Rogans er eitt það vinsælasta í heimi. Spotify Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Frá þessu segir í grein Verge, en meðal þátta sem hafa verið fjarlægðir eru þættir þar sem Amy Schumer, Marc Maron og Bill Burr eru gestir Rogans. Fyrr í vikunni var þrýst á Spotify að fjarlægja hlaðvarpið í heild sinni. Sú ákvörðun að fjarlægja þættina kemur í kjölfar þess að Rogan baðst afsökunar á að hafa ítrekað sagt „n-orðið“ í þáttum sínum. Söngkonan India Arie birti á dögunum myndband þar sem búið var að klippa saman um tuttugu skipti þar sem Rogan segir orðið í þætti sínum. „Ég veit að fyrir flestar manneskjur er ekki til það samhengi þar sem hvítur maður má segja orðið, og sérstaklega ekki á opinberum vettvangi í hlaðvarpi, og er alveg sammála því,“ sagði Rogan í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) Rogan sagðist ekki hafa notað orðið í mörg ár. Ennfremur sagði hann að í myndbandinu, sem India Arie deildi, sé ekkert samhengi. Í sumum tilvikum hafi hann verið að ræða það að aðrir hafi sagt orðið, eins og grínistarnir Redd Foxx og Richard Pryor, sem báðir voru svartir. Mikið hefur gustað um Rogan og Spotify síðustu vukurnar þar sem tónlistarmenn á borð við Neil Young, Joni Mitchell og Nils Lofgren hafa öll látið fjarlægja tónlist sína af Spotify þar sem þau vilja meina að Rogan, sem er á samningi hjá Spotify, sé að dreifa samsæriskenningum og röngum upplýsingum um Covid-19. Hlaðvarp Rogans er eitt það vinsælasta í heimi.
Spotify Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07
Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59