Erlendum ríkisborgurum á Íslandi gæti fjölgað um tæp 30 þúsund á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 19:21 Halldór Benjamín Þorbergsson segir mikla þörf á innflutningi fólks til að starfa á flestum sviðum atvinnulífsins á næstu árum. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum. Undanfarin áratug og á allra næstu árum er að eiga sér stað hröð samfélagsbreyting á Íslandi sem ekki margir gefa gaum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér þar sem fæðingartíðnin fór niður í 1,7 á hverja konu í landinu fljótlega eftir hrun. Hún þarf að vera 2,1 til að þjóðin fjölgi sér. Öll fólksfjölgun undanfarinna ára hefur því gerst með flutningi fólks frá öðrum löndum hingað til lands. Þar er ekki verið að tala um flóttafólk heldur fólk sem atvinnulífið á Íslandi hefur sárlega þurft á að halda. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti nýlega athygli á að spár gerðu ráð fyrir að vinnandi fólki þyrfti að fjölga um fimmtán þúsund á næstu fjórum árum. Þar af kæmu þrjú þúsund Íslendingar á vinnualdri sem þýddi að tólf þúsund þyrftu að koma annars staðar frá. En hvernig eru innviðir samfélagsins búnir undir að taka á móti þeim fjölda? „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax,“ segir Halldór Benjamín. Erlendir íbúar gætu fyllt Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð Heimild/Hagstofa Íslands Árið 2012 voru íslenskir ríkisborgarar rúmlega 298 þúsund og þá bjuggu tæplega 21 þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu eða sjö prósent mannfjöldans. Það hlutfall hélst nokkuð stöðugt fram til ársins 2016 þegar það tók að hækka og var komið í 14 prósent árið 2021. Þá hafði fjöldi erlendra íbúa ríflega tvöfaldast og kominn í rúm 51 þúsund. Og vöxturinn heldur áfram. Því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu fimm ára verða íbúar af erlendum uppruna orðnir rúmlega 82 þúsund árið 2026. Það er svipaður fjöldi og býr í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til samans í dag. Þeir verða þá 20 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Heimild/Hagstofa Íslands Bara húnsæðismálin, hvar á að koma þessu fólki fyrir? „Það er í rauninni sama hvaða tölur við miðum við og þær geta verið misjafnar. Þetta eru fleiri þúsundir manna sem um er að tefla á næstu árum. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja upp innviði til að taka á móti þessu fólki. Hluti af þessu eins og þú bendir réttilega á er húsnæðismarkaðurinn. Þar þarf auðvitað stórátak. Við þurfum að byggja meira, við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja ódýrar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hér sé ekki um að ræða innflutning á fólki til tímabundinna sérverkefna á afmörkuðum sviðum. „Nei síður en svo. Við þurfum fólk til að flytja til Íslands til að sinna öllum þeim störfum sem við þekkjum. Við þurfum að auka flóruna á öllum sviðum mannlífs. Hluti af þessu vel að merkja er að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu með íslenskukennslu og þar fram eftir götunum. Og þessar spár sem liggja fyrir núna munu raungerast. Spurningin er bara hversu mörg ár það mun taka fyrir þær að rætast,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Vinnumarkaður Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira
Undanfarin áratug og á allra næstu árum er að eiga sér stað hröð samfélagsbreyting á Íslandi sem ekki margir gefa gaum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér þar sem fæðingartíðnin fór niður í 1,7 á hverja konu í landinu fljótlega eftir hrun. Hún þarf að vera 2,1 til að þjóðin fjölgi sér. Öll fólksfjölgun undanfarinna ára hefur því gerst með flutningi fólks frá öðrum löndum hingað til lands. Þar er ekki verið að tala um flóttafólk heldur fólk sem atvinnulífið á Íslandi hefur sárlega þurft á að halda. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti nýlega athygli á að spár gerðu ráð fyrir að vinnandi fólki þyrfti að fjölga um fimmtán þúsund á næstu fjórum árum. Þar af kæmu þrjú þúsund Íslendingar á vinnualdri sem þýddi að tólf þúsund þyrftu að koma annars staðar frá. En hvernig eru innviðir samfélagsins búnir undir að taka á móti þeim fjölda? „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax,“ segir Halldór Benjamín. Erlendir íbúar gætu fyllt Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð Heimild/Hagstofa Íslands Árið 2012 voru íslenskir ríkisborgarar rúmlega 298 þúsund og þá bjuggu tæplega 21 þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu eða sjö prósent mannfjöldans. Það hlutfall hélst nokkuð stöðugt fram til ársins 2016 þegar það tók að hækka og var komið í 14 prósent árið 2021. Þá hafði fjöldi erlendra íbúa ríflega tvöfaldast og kominn í rúm 51 þúsund. Og vöxturinn heldur áfram. Því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu fimm ára verða íbúar af erlendum uppruna orðnir rúmlega 82 þúsund árið 2026. Það er svipaður fjöldi og býr í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til samans í dag. Þeir verða þá 20 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Heimild/Hagstofa Íslands Bara húnsæðismálin, hvar á að koma þessu fólki fyrir? „Það er í rauninni sama hvaða tölur við miðum við og þær geta verið misjafnar. Þetta eru fleiri þúsundir manna sem um er að tefla á næstu árum. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja upp innviði til að taka á móti þessu fólki. Hluti af þessu eins og þú bendir réttilega á er húsnæðismarkaðurinn. Þar þarf auðvitað stórátak. Við þurfum að byggja meira, við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja ódýrar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hér sé ekki um að ræða innflutning á fólki til tímabundinna sérverkefna á afmörkuðum sviðum. „Nei síður en svo. Við þurfum fólk til að flytja til Íslands til að sinna öllum þeim störfum sem við þekkjum. Við þurfum að auka flóruna á öllum sviðum mannlífs. Hluti af þessu vel að merkja er að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu með íslenskukennslu og þar fram eftir götunum. Og þessar spár sem liggja fyrir núna munu raungerast. Spurningin er bara hversu mörg ár það mun taka fyrir þær að rætast,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Vinnumarkaður Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira