Í yfirlýsingu sem birt var á Twitter á fjórða tímanum í dag segir að við framleiðslu allra leikja Rockstar sé það markmið starfsmanna að gera betur en áður.
„Það gleður okkur að staðfesta að framleiðsla næsta leikjar í seríunni er hafin.“ Í tístinu segir einnig að frekari upplýsingar verði veittar um leið og það sé hægt.
We look forward to sharing more as soon as we are ready, so please stay tuned to the Rockstar Newswire for official details.
— Rockstar Games (@RockstarGames) February 4, 2022
On behalf of our entire team, we thank you all for your support and cannot wait to step into the future with you!
Sambærileg yfirlýsing var birt á vef Rockstar en þar er að mestu verið að fjalla um GTA V. Í lok hennar segir þó að framleiðsla GTA 6 sé „vel á veg komin“.
GTA V er einhver vinsælasti tölvuleikur heimsins og árið 2018 náði leikurinn þeim áfanga að verða arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar. Þá höfðu Rockstar og Take Two þénað um sex milljarða dala af honum.
Framleiðslukostnaður leiksins var 265 milljónir dala, sem gerði hann að dýrasta tölvuleik sem hefur verið gerður.
Leikurinn var fyrst gefinn út árið 2013. Hann var fyrst gefinn út fyrir PlayStation 3 og Xbox 360. Hann var svo seinna uppfærður fyrir PS4 og Xbox One og svo enn seinna fyrir PC-tölvur. Nú er verið að gefa leikinn út enn eina ferðina fyrir PS5 og Xbox Series X.
Sjá einnig: Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt
Enn er ekkert vitað með vissu um sögusvið GTA 6 en orðrómur um að spilarar gætu verið að heimsækja borgina Vice City á nýjan leik hefur verið hávær.