Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 8. febrúar 2022 21:51 Vilhelm Poulsen skoraði níu mörk fyrir Fram í kvöld. Vísir/Daníel Þór Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. Fyrir leikinn var ljóst að um mikilvægan leik væri að ræða. Með sigri gat Fram komið sér í áttunda sæti deildarinnar sem jafnframt er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina sem hefst í vor. Fyrir Gróttu var þetta stór leikur upp á framhaldið að gera, hvort þeir ætluðu sér að vera enn í baráttunni um áttunda sætið eða dragast fimm stigum aftur úr í þeirri baráttu. Mikill hraði einkenndi fyrstu mínútur leiksins þar sem liðin skiptust á að skora á víxl, staðan 7-7 eftir aðeins tíu mínútna leik. Óðagotið á Gróttu mönnum fór að koma þeim í koll. Þeir misstu Framara fjórum mörkum fram úr sér á næstu fimm mínútum. Á þeim kafla tók Arnar Daði Arnarsson, þjálfar Gróttu leikhlé þar sem hann lét menn heyra það fyrir að tapa boltanum í gríð og erg. Grótta náði að minnka muninn niður í tvö mörk eftir leikhléið, staðan 12-10. Framarar gáfu þá í og skoruðu nokkur mörk úr hraðaupphlaupum eftir að hafa stolið boltanum af Seltirningum. Hálfleikstölur 16-12, Fram í vil. Grótta hóf seinni hálfleikinn á því að minnka munin niður í tvö mörk. Hélst sá munur þangað til um fimmtán mínútur voru til leiksloka. En þá byrjuðu Framarar að breikka bilið. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tók þá leikhlé og eftir það söxuðu Seltirningar á forystu heimamanna. Þegar um ein mínúta var eftir af leiknum var eins marks munur, 27-26. Nær komst Grótta ekki og Framarar náðu að halda forystuna út og gott betur á loka mínútu leiksins. Lokatölur 29-27. Af hverju vann Fram? Færa nýting Gróttu var ekki góð, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og kom Frömurum í vænlega stöðu. Fram hélt alltaf vel í forystu sína eftir að þeir náðu henni. Spiluðu langar sóknir sem oft á tíðum skiluðu marki og keyrðu einnig í bakið á Gróttu þegar það átti við. Hverjir stóðu upp úr? Lárus Helgi Ólafsson var með 40% markvörslu í fyrri hálfleik þar sem hann tók mýmörg dauðafæri af Frömurum. Hann endaði leikinn með 35% vörslu. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Vilhelm Poulsen drógu vagninn í markaskorun fyrir heimamenn. Þorsteinn Gauti skoraði átta og Vilhelm níu. Birgir Steinn Jónsson og Ólafur Brim Stefánsson báru hitann og þungann í sóknarleik Gróttu. Birgir Steinn var markahæstur með sjö mörk og Ólafur Brim með sex. Hvað gekk illa? Færanýting Gróttu í fyrri hálfleik var ekki góð, en þrátt fyrir það skilaði þeim tólf mörkum en hefðu vel getað verið nær Frömurum. Einnig var nokkuð um tapaða bolta í fyrri hálfleik hjá Seltirningum sem bætti gráu ofan á svart við færanýtinguna. Hvað gerist næst? Um næstu helgi fer fram 15. umferð Olís-deildar karla. Fram fer í Kórinn næsta laugardag og mætir HK kl. 16:00. Grótta fær Aftureldingu í heimsókn sama dag og hefst sá leikur kl. 18:00. Einar Jónsson: Mér fannst margir flottir kaflar hjá okkur Einar Jónsson var ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram var stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn í kvöld. „Ég er bara hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum að klára þetta og ná sigri. Eins og við töluðum um fyrir leikinn þá var þetta mikilvægur leikur fyrir okkur og bæði lið og bar þess svolítið merki“. Einar Jónsson, þjálfari Fram var ánægður með sóknarleikinn hjá sínum mönnum í dag og taldi breiddina í sínu liði vera meðal annars það sem hafi haft áhrif á úrslit leiksins. „Mér fannst margir flottir kaflar hjá okkur. Skorum 29 mörk, sem er svona u.þ.b. sem við höfum verið að gera sem lengst er af í vetur. Tuttugu og sjö á okkur er svona, það er betra en oft undanfarið, allavegana í síðustu leikjum. Það var margt jákvætt í þessu og svo ýmislegt sem við getum bætt líka. En fyrst og fremst bara frábær karakter. Við náðum svolítið að dreifa álaginu, síðan var það eitt af því sem skóp sigurinn og líklega bara heppni eða hvað það er, erfitt að segja.“ Næsti leikur Fram er gegn HK. Einar Jónsson, þjálfari Fram lýtur ekki á þann leik sem skyldusigur. „Nei, langt í frá. HK hrikalega flott lið og búnir að vaxa mikið í vetur. Smá brotlending hjá þeim eftir áramót en þeir verða vel peppaðir. Við þurfum virkilega að vera tilbúnir í þann leik, stutt í hann og við þurfum að recovera og gera okkur klára“. Olís-deild karla Fram Grótta
Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. Fyrir leikinn var ljóst að um mikilvægan leik væri að ræða. Með sigri gat Fram komið sér í áttunda sæti deildarinnar sem jafnframt er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina sem hefst í vor. Fyrir Gróttu var þetta stór leikur upp á framhaldið að gera, hvort þeir ætluðu sér að vera enn í baráttunni um áttunda sætið eða dragast fimm stigum aftur úr í þeirri baráttu. Mikill hraði einkenndi fyrstu mínútur leiksins þar sem liðin skiptust á að skora á víxl, staðan 7-7 eftir aðeins tíu mínútna leik. Óðagotið á Gróttu mönnum fór að koma þeim í koll. Þeir misstu Framara fjórum mörkum fram úr sér á næstu fimm mínútum. Á þeim kafla tók Arnar Daði Arnarsson, þjálfar Gróttu leikhlé þar sem hann lét menn heyra það fyrir að tapa boltanum í gríð og erg. Grótta náði að minnka muninn niður í tvö mörk eftir leikhléið, staðan 12-10. Framarar gáfu þá í og skoruðu nokkur mörk úr hraðaupphlaupum eftir að hafa stolið boltanum af Seltirningum. Hálfleikstölur 16-12, Fram í vil. Grótta hóf seinni hálfleikinn á því að minnka munin niður í tvö mörk. Hélst sá munur þangað til um fimmtán mínútur voru til leiksloka. En þá byrjuðu Framarar að breikka bilið. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tók þá leikhlé og eftir það söxuðu Seltirningar á forystu heimamanna. Þegar um ein mínúta var eftir af leiknum var eins marks munur, 27-26. Nær komst Grótta ekki og Framarar náðu að halda forystuna út og gott betur á loka mínútu leiksins. Lokatölur 29-27. Af hverju vann Fram? Færa nýting Gróttu var ekki góð, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og kom Frömurum í vænlega stöðu. Fram hélt alltaf vel í forystu sína eftir að þeir náðu henni. Spiluðu langar sóknir sem oft á tíðum skiluðu marki og keyrðu einnig í bakið á Gróttu þegar það átti við. Hverjir stóðu upp úr? Lárus Helgi Ólafsson var með 40% markvörslu í fyrri hálfleik þar sem hann tók mýmörg dauðafæri af Frömurum. Hann endaði leikinn með 35% vörslu. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Vilhelm Poulsen drógu vagninn í markaskorun fyrir heimamenn. Þorsteinn Gauti skoraði átta og Vilhelm níu. Birgir Steinn Jónsson og Ólafur Brim Stefánsson báru hitann og þungann í sóknarleik Gróttu. Birgir Steinn var markahæstur með sjö mörk og Ólafur Brim með sex. Hvað gekk illa? Færanýting Gróttu í fyrri hálfleik var ekki góð, en þrátt fyrir það skilaði þeim tólf mörkum en hefðu vel getað verið nær Frömurum. Einnig var nokkuð um tapaða bolta í fyrri hálfleik hjá Seltirningum sem bætti gráu ofan á svart við færanýtinguna. Hvað gerist næst? Um næstu helgi fer fram 15. umferð Olís-deildar karla. Fram fer í Kórinn næsta laugardag og mætir HK kl. 16:00. Grótta fær Aftureldingu í heimsókn sama dag og hefst sá leikur kl. 18:00. Einar Jónsson: Mér fannst margir flottir kaflar hjá okkur Einar Jónsson var ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram var stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn í kvöld. „Ég er bara hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum að klára þetta og ná sigri. Eins og við töluðum um fyrir leikinn þá var þetta mikilvægur leikur fyrir okkur og bæði lið og bar þess svolítið merki“. Einar Jónsson, þjálfari Fram var ánægður með sóknarleikinn hjá sínum mönnum í dag og taldi breiddina í sínu liði vera meðal annars það sem hafi haft áhrif á úrslit leiksins. „Mér fannst margir flottir kaflar hjá okkur. Skorum 29 mörk, sem er svona u.þ.b. sem við höfum verið að gera sem lengst er af í vetur. Tuttugu og sjö á okkur er svona, það er betra en oft undanfarið, allavegana í síðustu leikjum. Það var margt jákvætt í þessu og svo ýmislegt sem við getum bætt líka. En fyrst og fremst bara frábær karakter. Við náðum svolítið að dreifa álaginu, síðan var það eitt af því sem skóp sigurinn og líklega bara heppni eða hvað það er, erfitt að segja.“ Næsti leikur Fram er gegn HK. Einar Jónsson, þjálfari Fram lýtur ekki á þann leik sem skyldusigur. „Nei, langt í frá. HK hrikalega flott lið og búnir að vaxa mikið í vetur. Smá brotlending hjá þeim eftir áramót en þeir verða vel peppaðir. Við þurfum virkilega að vera tilbúnir í þann leik, stutt í hann og við þurfum að recovera og gera okkur klára“.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti