Hilmar Smári: Við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 20:15 Hilmar Smári Henningsson átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Bára Hilmar Smári Henningsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins þegar Stjarnan lagði Þór frá Akureyri, næsta auðveldlega, 112-84 í 15. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Stjörnumenn voru í raun og veru búnir að tryggja sigur sinn í hálfleik en góð vörn skóp sigurinn að mati Hilmars. „Við komum dálítið flatir varnarlega inn í leikinn en þegar við tókum okkur saman í vörninni í öðrum leikhluta þá small þetta. Við vorum auðvitað að hitta vel líka en fyrst og fremst þá náum við að halda þeim í lágri skotprósentu með því að þvinga þá í erfið skot þannig að það var það sem bjó til muninn og svo héldum við út leikinn.“ „Skiljanlega þá slakar maður aðeins á þegar munurinn er 30 stig og einn fjórðungur eftir. Við vitum það en á sama tíma er það mjög hættulegt. Ef maður er mjög flatur þá getur það gefið þeim von þannig að maður verður að stjórna öllum aðstæðum sem maður er í. Sem betur fer lentum við ekki í neinum vandræðum í seinni hálfleik og náðum að vinna leikinn.“ Hilmar fann sig vel en fyrstu sex þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið í kvöld og lauk kappinn leik með 26 stig og átta stoðsendingar. Það reiknast sem 32 framlagspunktar. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir skotinu mínu en stundum dettur það og stundum ekki. Í dag duttu skotin niður.“ Að lokum var Hilmar spurður út í það hvað þessi leikur segði Stjörnumönnum um þá sjálfa og stöðu liðsins í deildinni. „Sigur er sigur. Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik en hann segir okkur svo sem ekki mikið um okkur sjálfa, við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera. Við erum bara einu skrefi nær því þar sem við viljum vera. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur.“ Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Við komum dálítið flatir varnarlega inn í leikinn en þegar við tókum okkur saman í vörninni í öðrum leikhluta þá small þetta. Við vorum auðvitað að hitta vel líka en fyrst og fremst þá náum við að halda þeim í lágri skotprósentu með því að þvinga þá í erfið skot þannig að það var það sem bjó til muninn og svo héldum við út leikinn.“ „Skiljanlega þá slakar maður aðeins á þegar munurinn er 30 stig og einn fjórðungur eftir. Við vitum það en á sama tíma er það mjög hættulegt. Ef maður er mjög flatur þá getur það gefið þeim von þannig að maður verður að stjórna öllum aðstæðum sem maður er í. Sem betur fer lentum við ekki í neinum vandræðum í seinni hálfleik og náðum að vinna leikinn.“ Hilmar fann sig vel en fyrstu sex þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið í kvöld og lauk kappinn leik með 26 stig og átta stoðsendingar. Það reiknast sem 32 framlagspunktar. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir skotinu mínu en stundum dettur það og stundum ekki. Í dag duttu skotin niður.“ Að lokum var Hilmar spurður út í það hvað þessi leikur segði Stjörnumönnum um þá sjálfa og stöðu liðsins í deildinni. „Sigur er sigur. Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik en hann segir okkur svo sem ekki mikið um okkur sjálfa, við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera. Við erum bara einu skrefi nær því þar sem við viljum vera. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur.“
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50