Sadio Mane: Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 08:31 Sadio Mane fagnar markinu sínu í sigrinum í undanúrslitaleiknum í gær. AP/Sunday Alamba Sadio Mane jafnaði markamet senegalska landsliðsins í gær þegar hann hjálpaði þjóð sinni að komast í úrslitaleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Senegal vann Búrkína Fasó 3-1 og mætir annað hvort Egyptalandi eða Kamerún í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mane innsiglaði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok en þetta var hans 29. mark fyrir Senegal og með því jafnaði hann markamet Henri Camara. Abdou Diallo og Idrissa Gueye höfðu skorað hin mörkin. Sadio Mané has three goals and two assists in six AFCON games for #TeamSenegal pic.twitter.com/d5uCMxMugm— B/R Football (@brfootball) February 2, 2022 „Þetta sýnir meðbyrinn sem er með okkur. Við vissum að það yrði ekki auðvelt að komast í tvo úrslitaleiki í Afríkukeppninni í röð. Það mikilvægasta fyrir okkur núna er að fara í úrslitaleikinn og vinna hann sama hverjum við mætum,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Búrkína liði sem skapaði okkur fullt af vandamálum. Við bjuggumst við erfiðum leik og hann varð það. Við héldum ró okkar og sköpuðum fullt af færum. Mér fannst við eiga sigurinn skilið,“ sagði Mane. „Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður sem er alveg fullkomlega eðlilegt. Ég er mjög stoltur og ánægður fyrir mína hönd, fyrir hönd liðsfélaganna og fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði Mane. A delicious chip to seal the W Sadio Mane s late finish wins our #GoalOfTheDay #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamSenegal | @1xbet_ENG pic.twitter.com/ZuXUDCb0Yl— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) February 3, 2022 Senegal hefur aldrei unnið Afríkukeppnina en liðið tapaði 1-0 á móti Alsír í úrslitaleiknum á síðustu keppni og þurfti einnig að sætta sig við silfur árið 2002 en þá töpuðu Senegalar í vítaspyrnukeppni á móti Kamerún. Mane hefur skorað þrjú mörk í keppninni en aðeins Kamerúnarnir Vincent Aboubakar (6 mörk) og Karl Toko Ekambi (5 mörk) hafa skorað fleiri. Í kvöld kemur síðan í ljóst hvort liðsfélagi Mane hjá Liverpool, Mohamed Salah, komist líka í úrslitaleikinn með egypska landsliðinu sem spilar þá við heimamenn í Kamerún í hinum undanúrslitaleiknum. Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Senegal vann Búrkína Fasó 3-1 og mætir annað hvort Egyptalandi eða Kamerún í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mane innsiglaði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok en þetta var hans 29. mark fyrir Senegal og með því jafnaði hann markamet Henri Camara. Abdou Diallo og Idrissa Gueye höfðu skorað hin mörkin. Sadio Mané has three goals and two assists in six AFCON games for #TeamSenegal pic.twitter.com/d5uCMxMugm— B/R Football (@brfootball) February 2, 2022 „Þetta sýnir meðbyrinn sem er með okkur. Við vissum að það yrði ekki auðvelt að komast í tvo úrslitaleiki í Afríkukeppninni í röð. Það mikilvægasta fyrir okkur núna er að fara í úrslitaleikinn og vinna hann sama hverjum við mætum,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Búrkína liði sem skapaði okkur fullt af vandamálum. Við bjuggumst við erfiðum leik og hann varð það. Við héldum ró okkar og sköpuðum fullt af færum. Mér fannst við eiga sigurinn skilið,“ sagði Mane. „Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður sem er alveg fullkomlega eðlilegt. Ég er mjög stoltur og ánægður fyrir mína hönd, fyrir hönd liðsfélaganna og fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði Mane. A delicious chip to seal the W Sadio Mane s late finish wins our #GoalOfTheDay #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamSenegal | @1xbet_ENG pic.twitter.com/ZuXUDCb0Yl— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) February 3, 2022 Senegal hefur aldrei unnið Afríkukeppnina en liðið tapaði 1-0 á móti Alsír í úrslitaleiknum á síðustu keppni og þurfti einnig að sætta sig við silfur árið 2002 en þá töpuðu Senegalar í vítaspyrnukeppni á móti Kamerún. Mane hefur skorað þrjú mörk í keppninni en aðeins Kamerúnarnir Vincent Aboubakar (6 mörk) og Karl Toko Ekambi (5 mörk) hafa skorað fleiri. Í kvöld kemur síðan í ljóst hvort liðsfélagi Mane hjá Liverpool, Mohamed Salah, komist líka í úrslitaleikinn með egypska landsliðinu sem spilar þá við heimamenn í Kamerún í hinum undanúrslitaleiknum.
Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira